Skólanefnd
Fundargerð.
32. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 6. febrúar 2014 kl. 8:30 f.h.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson varaformaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi grunnskóladeildar
Erla Baldursdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings.
Ingibjörg fór yfir hver staðan er í málefnum skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Meðal annars var greint frá því hvaða starfsmenn hafa verið ráðnir og hvar starfstöðvar þeirra eru. Ekki er búið að semja við talmeinafræðing en sveitarstjóri mun vinna að málinu.
Skólanámskrá grunskóladeildar.
Sigmar fór yfir skólanámskrá grunnskóladeildar. Námsgreinahlutinn er tilbúinn til yfirlestrar og var farið yfir með hvaða hætti var unnið að honum. Stefnt er að skólanámskráin verði tilbúin í vor fyrir næsta skólaár, þ.e. 2014-2015.
Yfirlit frá leikskóladeild.
Erla fór yfir það helsta sem um er að vera í starfi og fyrirkomulagi leikskóladeildarinnar. Í leikskólanum eru núna 22 börn en verða 24 um næstu mánaðarmót.
Reglur um skólaakstur.
Rætt var hvort einhverjar reglur séu fyrir hendi um skólaakstur og ábyrgð bílstjóra á börnunum utan skólabíls. Sigmari falið að ræða þessi mál á vikulegum fundi skólastjóra með skólabílstjórum.
Önnur mál.
a) Bréf frá nemendum í 8. bekk.
Sveitarstjóri lagði fram bréf frá nemendum í áttunda bekk um að þau óski efir að vera áfram í Kerhólsskóla. Fræðslunefnd ræddi málið og vísar málinu til sveitarstjórnar.
b) Félagsmiðstöð.
Rætt var um starfið innan félagsmiðstöðvarinnar og þá óánægju með að starf hennar sé aldrei á Borg síðan samstarf hófst við Bláskógabyggð. Einnig að laga þyrfti samskipti varðandi fyrirspurnir og boðleiðir á viðburði hennar. Félagsmiðstöðin mætti taka til fyrirmyndar starf Molana, æskulýðsstarf kirkjunnar.
c) Akstur í tómstundastarf.
Rætt var um hvort sveitarfélagið gæti ekki tekið þátt í akstri í tómstundastarf barnanna. Oft væri verið að fara með hóp barna á viðburði og þar sem ekki er um mikla viðburði fyrir börnin utan skólatíma í sveitarfélaginu þá væri ef til vill hægt að fá skólabílana í aksturinn á kostnað sveitarfélagsins.
d) Fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Bensi mætti á fundfræðslunefndar Bláskógabyggðar í fjarveru Guðnýjar og fór yfir þau málefni sem þar voru rædd. Kennurum Kerhólsskóla er boðið að taka þátt í Menntalestinni sem verður í Bláskógaskóla í mars og hvetur fræðslunefnd kennara til að mæta.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:40