Fara í efni

Skólanefnd

33. fundur 20. mars 2014 kl. 08:00 - 10:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi grunnskóladeildar
  • Erla Baldursdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri

Fundargerð.

 

33. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 20. mars 2014 kl. 8:30 f.h.

 
Fundinn sátu:
      Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
      Benedikt Gústavsson varaformaður, fulltrúi sveitarstjórnar
      Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
      Sigmar Ólafsson skólastjóri
      Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi grunnskóladeildar
      Erla Baldursdóttir fulltrúi leikskóladeildar
      Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
      Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

 
Skóladagatal 2014 – 2015, drög.
Sigmar fór yfir þau drög sem komin eru að skóladagatali næsta skólaárs þ.e. 2014-2015. Vetrarstarfið myndi hefjast 15. ágúst með starfsdögum kennara og áætluð skólaslit þann 2. júní.

Eftir á að samræma skóladagtalið við Bláskógaskóla til að samnýta skólaakstur. Endanlegt skóladagatal verður lagt fyrir fræðslunefnd síðar.

 
Skólanámskrá grunskóladeildar.
Sigmar fór yfir stöðuna á skólanámskránni fyrir grunnskóladeild. Ákveðið er að fresta því að taka inn fleiri ný gildi úr aðalnámskránni að svo stöddu heldur einbeita sér að ljúka vinnu skólanámskrárinnar fyrir skólaárið 2014-2015 á vordögum.

 
Nemendur í Reykholti.
Anna Margrét fór yfir þarfir nemenda úr Kerhólsskóla. Kennarar hafa áhyggjur af sérkennslu barna úr Kerhólsskóla þegar þau fara í Bláskógaskóla og finnst skorta á upplýsingaflæði almennt. Sveitarfélagið þarf að vera með meira aðhald um að nemendur úr Kerhólsskóla fái þá sérkennslu sem þeir þurfa og að allar upplýsingar skili sér til þeirra sem það varðar. Á seinasta fundi fræðslunefndar Bláskógabyggðar var farið yfir sérkennslu í skólanum og verður það tekið fyrir aftur síðar. Formanni, Guðný Tómasdóttur falið að fylgja málinu eftir með aðstoð sveitarstjóra.

 

  
Önnur mál.

a)      Bekkjadeildir næsta skólaárs.
Búið er að skipta niður í bekkjadeildir fyrir næsta skólaár og verða 1. og 2. bekkur saman, 3. og 4. bekkur, 5.,6. og 7. bekkur og svo 8. bekkur.

b)     Næsti fundur.
Áætlað er að halda næsta fund fræðslunefndar föstudaginn 11. apríl kl. 10.

 

 

 

       Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:30

Getum við bætt efni síðunnar?