Skólanefnd
Fundargerð.
36. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í Félagsheimilinu Borg, þriðjudaginn 22. maí 2014 kl. 8:30 f.h.
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi grunnskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri boðaði forföll
Erla Baldursdóttir fulltrúi leikskóladeildar boðaði forföll.
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðný Tómasdóttir
Nýi skólin skoðaður og farið yfir flutninga
Fræðslunefnd leggur til að starfsfólk skólans eigi kost á allt að fjórum auka starfsdögum vegna flutninga til að pakka og taka upp úr kössum og gera skólann kláran svo að kennsla geti hafist eins hnökralaust og hægt er. Starfsfólk skólans vill fá að pakka dóti skólans í kassa og merkja þá viðeigandi stað í nýbyggingu. Sigmari falið að merkja teikningu sem kennarar vinna svo eftir og þeir sem sjá um flutninginn fá svo í sínar hendur. Farið var göngutúr um nýbygginguna.
Farið yfir lóðarskipulag
Farið stuttlega yfir lóðaskipulag og lóðin skoðuð. Sveitastjórn er mynt á að álfasteinninn sé passaður og honum komið inn á lóðateikningu.
Kíkja á gróðursvæði skólans
Í dag er skólinn staddur úti á því gróðursvæði sem honum var úthlutað á gólfvallarsvæðinu. Guðný hvetur nefndarmenn til að kíkja á svæðið eftir fund. Guðný spyr af því hvort að svæðið hafi ekki fengið nafn og hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að gera.
Önnur mál.
Guðný segir frá fræðslunefndarfundi sem hún fór á upp í Bláskólabyggð. Þar mætti Ingvar Sigurgeirsson og ræddi um framtíð skólanna í Bláskógarbyggð. Fram kom hjá honum að hann hefði rætt við alla krakka og starfólk skólanna. Ingvar sagði frá þvi að skýrt hefði komið fram hjá öllum krökkunum í 9-10 bekk að þau vildu fá að vera saman og átti þetta við bæði krakka frá Laugarvatni, Reykholti og Kerhól. Laugarvatns krakkarnir vildu líka fá að vera með hópnum alla daga vikunnar en ekki bara tvo eins og er núna. Fram kom líka hjá mörgun að þau vildu helst fá að vera með Flúðar krökkunum líka. Ekki kom fram hvað kennarar höfðu sagt en athyglisvert verður að sjá það sem kemur út úr þessari vinnu þegar skýrsla frá Ingvari kemur út.
Anna Margrét segir frá því að hún hafi kynnt á seinasta kennarafundi þær greinar sem fræðslunefndin tók fyrir á seinasta fræðslunefndarfundi, annmarkar eru á þvi að byrja daginn á hreyfingu þar sem íþróttahúsið opnar ekki fyrir en klukkan 10:00. Rætt var að hægt væri að fara í leiki tengda því námsefni sem krakkarnir byrja í en samt væri gott að geta byrjað suma daga í íþróttahúsinu.
Umræða varð um mannaráðningar og fræðslunefndin hvetur þá sem hafa með mannaráningar að gera að leggja allt í að fá faglært fólk í leikskólann.
Þeir nefndar menn sem fóru út á gróðursvæðið á golfvellinun fannst leiðinlegt að sjá hvað illa hefur gengið að koma þeim trjám upp sem hafa verið gróðursett. Umhugsunarvert hvort ekki væri betra að gróðursetja þessa græðlinga á sama stað og kartöflurnar því þar virðist jarðvegurinn vera betri. Ekki nóg og gefandi fyrir börning að gróðusetja ár eftir ár og ekkert lifir.
Fræðslunefndarformaður vill þakka nefndinni fyrir góð störf og samveruna.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:00