Fara í efni

Skólanefnd

37. fundur 04. september 2014 kl. 08:30 - 10:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Erna Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

37. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, fimmtudaginn 4. september 2014 kl. 8:30 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir varaformaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Erna Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

 
Skólaþing.
Umræður um hvenær og hvernig skólaþing eigi að vera og hvort þetta skuli kallað íbúafundur eða skólaþing. Fundurinn var sammála um að:

Spyrja um kosti og galla – ekki já eða nei spurningar.

Íbúafundur enda október byrjun nóvember.

Hafa ekki mörg málefni 3-4, Þau málefni sem lögð voru til

Bekkjarflutningur – tenging leikskóla við grunnskóla – tenging grunnskóla við framhaldsskóla. Heimanám, Lestrarstefnan. Kynning skólaþjónustu á markmiðum skólanna innan skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.  

            Allir sammála að betra væri að setja þetta upp sem umræðuhópa frekar en almennan fund.

Fræðslunefnd óskar eftir að sveitarstjórn leiti tilboða hjá ráðgjafarfyrirtækjum  til að halda utan um þingið. Óskað er eftir að fulltrúi frá þeim aðila sitji næsta fund hjá fræðslunefnd.

 
Stundarskrár.
Stundarskrár grunnskóla og dagskipulag leikskóla skoðað.

 
Fundartímar.
Fundartímar fræðslunefndar ræddir, allir sammála að reyna að halda morgunfundum, reynt að funda fyrstu viku í hverjum mánuði

Næsti fundur föstudaginn 3.október klukkan 8:15.

 
Yfirlit frá skólastjóra um fyrstu daga skólaárs og hvað er framundan.
Skólastjóri segir frá því hvernig árið hefur farið af stað. Segir frá þvi hvað starfsmannahópurinn er vel samsettur og allir samtaka í að takast á við það verkefni að hefja skólaárið í nýju húsi sem hefur að vissu leyti tekið örlítið á mannskapinn en allir jákvæðir.

 

 
Önnur Mál
Sumarfrí leikskólans rætt. Talað um þörf á að yngstu börnin fái aðlögun eftir sumarfrí. Ákveðið að taka þetta fyrir þegar að lengra líður á skólaárið.

Farið yfir að það sé þörf  á að fjölga starfsfólki í leikskólanum og verið er að vinna í því.

Spurt út í framkvæmd á lóðarmálum.

Mikilvægt að koma símati skólans í gang, Sigmar talaði um að líklega væri sniðugt að fara í Skólapúlsinn sem er tæki sem fleiri skólar eru að nota og þá auðveldara að vera hlutlaus og líka hægt að bera sig saman við aðra skóla.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:25

Getum við bætt efni síðunnar?