Fara í efni

Skólanefnd

40. fundur 01. desember 2014 kl. 08:30 - 10:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Dagný Davíðsdóttir tilkynnti forföll
  • Erna Jónsdóttir tilkynnti forföll
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

40. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 1. desember 2014 kl. 8:30 f.h.

 

Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir varaformaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Dagný Davíðsdóttir tilkynnti forföll
Erna Jónsdóttir tilkynnti forföll

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

 
Starfsáætlun Kerhólsskóla.
Farið var yfir starfsáætlunina fyrir veturinn 2014-2015. Hún á yfirleitt að vera klár í september og er í vinnslu allt árið. Starfsáætlunin samþykkt með smá breytingum sem Sigmar ritar hjá sér.

 
Mannaráðningar í leikskóladeild.
Það voru þó nokkrar umsóknir fyrir aðstoðarleikskólastjóra. Það er búið að ráða Jónu Björg Jónsdóttur, hún er með M.Ed í uppeldis og kennslufræðum með áherslu á stjórnun skólastofnanna. Lokaverkefni hennar var rannsókn á stjórnunarhlutverkum deildarstjóra í leikskólum.Það verður skrifað undir ráðningarsamning þann 3. desember næstkomandi og hún byrjar að einhverju leyti í vinnu samdægurs og frá áramótum í  í hlutastarfi og svo fullri stöðu leið og hún er laus frá fyrri stöðu. Farið yfir aðrar mannabreytingar innan leikskóladeildarinnar.

 
Yfirlit frá skólastjóra.
Farið yfir það sem framundan er í jólamánuði í Kerhólsskóla. Rætt um jólaball/litlu jól/stofujól. Ekki er nógu skýrt hvernig skipting er þegar stofujól hætta og jólaball byrjar, hver er með gæslu og annað. Nauðsynlegt er að ræða þetta betur á aðalfundi foreldrafélagsins og skoða hvernig farsælast er að hafa þetta samstarf í framtíðinni.

 
Fundur í Bláskógarbyggð með oddvita, sveitastjóra, skólastjóra og fræðslunefndar-formanni beggja sveitarfélaga.
Sérkennsla fyrir nemendur í 9. og 10. bekk rædd. Áætlað að hafa fund á hverri önn – næsti fundur í mars 2015.

 

Önnur mál
Aðalnámskrá fyrir 2015-2016 tekin fyrir í vor. Sigmar hefur verið duglegur að ná sér í fólk frá Bláskógabyggð í ýmis störf þar sem hægt er að samnýta tæki og þekkingu. Sumaropnun leikskóladeildar næsta sumar tekin fyrir í janúar þegar nýr yfirmaður leikskóladeildar verður komin til starfa.

 

 

Fundi slitið klukkan 10:40

Getum við bætt efni síðunnar?