Fara í efni

Skólanefnd

41. fundur 15. janúar 2015 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjornar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

41. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 15. janúar 2015 kl. 9:00 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjornar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi grunnskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Dagný Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar

 

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

 

Capacent – niðurstaða skólaþings.
Á fundinn komu Þröstur Freyr Gylfason og Magnús Orri Schram frá Capacent og kynntu samantekt á punktum sem komu fram á skólaþingi sem haldið var í nóvember 2014. Fulltrúar frá sveitarstjórn sátu einnig kynninguna, Gunnar Þorgeirsson, Hörður Óli Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson

 
Sumaropnun leikskóladeildar.
Fræðslunefnd  leggur til við sveitarstjórn að leikskólinn verði lokaður vegna sumarleyfa frá 1.júlí og 5 vikur þar á eftir. Einnig er lagt til að þessi sumaropnun verði til frambúðar.

 
Kynning á tveimur bréfum til fræðslunefndar.
-Sunnlenski skóladagurinn 2016

Sett í hendurnar á Sigmari og Jónu að skoða þetta nánar.

 

-Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

Farið yfir hver sé stefna sveitarfélagsins í tengslum við aukið nám tengt leikskólakennara eða grunnskólakennara, virðist ekki vera til skýr stefna. Fræðslunefnd óskar eftir því til sveitarstjórnar að fá að vinna grunn að slíkri stefnu og leggja hana fyrir sveitarstjórn.

 

 Önnur mál.
Jóna og Sigmar taka að sér að koma skýrum skilaboðum til foreldra elstu nemenda varðandi uppsögn á leikskólaplássi og umsókn um skólavistun.
Bréf frá kennurum vegna fyrirspurnar um heimanám sem rætt var á fyrri fundi fræðslunefndar.
Fyrirspurn frá kennurum vegna heimilisfræðistofu, Ingibjörg svarar því á þá vegu að heimilisfræðistofan verði ekki klár fyrr en á nýju skólaári. Kennarar fá að koma að  uppsetningu
á stofunum tveimur sem ekki eru klárar.

 

 

Fundi slitið klukkan 11:30

Getum við bætt efni síðunnar?