Fara í efni

Skólanefnd

44. fundur 10. maí 2015 kl. 08:30 - 10:36 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri boðar forföll
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

44. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, föstudaginn 10. apríl 2015 kl. 8:30 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi grunnskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri boðar forföll

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

  
Leikskólinn, starfið og húsnæðið.
Jóna Björg sagði að hún lagði mesta áherslu á að kynnast styrkleikum starfsfólksins og að sjá og meta hvað væri verið að vinna og leiðbeina starfsfólkinu þaðan sem það er. Finnst vænlegra að vinna svona til að fá fólkið með sér í stað þess að skella inn einhverjum rótækum breytingum sem gerir starfsfólkið óöruggt.

Umræða var einnig tekin um lóðina, Sigmar og Jóna Björg sögðu að verið væri að byrja vinnu í að taka út lóðina og sjá hvar þörfin er mest, minnst var á umhverfisnefndina hvort hún tæki þátt í þessu. Allt starfsfólk leikskóladeildar ætlar að funda og finna sameiginlega út hvað þeim finnst ákjósanlegast að gera varðandi leikskólalóðina.

Einnig greindi Jóna frá því að húsnæðið í leikskólanum nýttist ekki nóg og vel þar sem börnum hefur fjölgað mikið og mikið er af ungum börnum. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að skoða að taka matreiðslustofuna undir leikskólastarf þar sem að leikskólinn þarfnast meira rýmis til að geta aldursskipt leikskólastarfinu. 3 stofur þýðir að hægt sé að skipta leikskólastarfinu auðveldar upp í 3 aldurshópa og auðveldar þar af leiðandi allt starf í leikskólanum. Einnig þarf að tryggja að matreiðslustofa fá örugglega sitt rými annarsstaðar.

 
Drög að stefnu um aukningu menntunarstigs hjá starfsfólki skólans.
Jóna Björg kynnti uppkast að stefnunni. Ákveðið var að vinna stefnuna betur fyrir skólann í heild og leggja fyrir á næsta fræðslunefndarfundi. 

 
Framundan í skólastarfinu, starfsmannaviðtöl og vinnumat.
Sigmar kynnti hvað er framundan í skólastarfinu og nýtt vinnumat í kjarasamningum grunnskólakennara. Starfsmannaviðtöl eru hafin.

 

 
Skýrsla Capacent.
Fundaraðilar hvattir til að lesa skýrsluna aftur og skila inn athugasemdum ef einhverjar eru. Lagt til að kynna skýrsluna þegar að ársreikningur sveitarfélagsins verður kynntur en jafnframt setja hana sem fyrst inn á netið og kynna hana í Hvatarblaðinu.

 
Önnur mál.
a)      Á fundi fyrr í vetur var rætt um að kanna áhuga hjá foreldrum og starfsfólki að sleppa vetrarfríi. Ákveðið var að fresta því og gera það í næstu könnun foreldra og starfsfólks hjá Skólapúlsinum. 
b)      Fræðslunefnd tók fyrir bókun sveitarstjórnar um tillögu fræðslunefndar og æskulýðs- og menningarmálanefndar og vill ítreka þörfina við sveitarstjórn að ráða starfsmann sem fyrst, fræðslunefnd finnst of seint að þessi starfsmaður komi ekki til starfa fyrr en í haust. Ákveðið var að Guðný og Hugrún myndu hittast og skilgreina verkefni starfsmannsins. 
c)      Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða úrræði vegna 9 mánaða barna þar sem engar dagmæður eru í sveitarfélaginu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. 
d)      Hádegisverður á föstudögum í Bláskógabyggð – Sigmar klárar það með sveitarstjóra. 
e)      Sigmar kynnti hugmynd frá starfsmanni í leikskóladeild um að fá fullt af timbri og svæði til að hafa það á fyrir elstu börn leikskóladeildar til að vinna með (t.d. kofasmíði), óskað er eftir viðbrögðum frá sveitarstjórn. 
f)       Rætt um námsferð til Þingvalla sem farið var í fyrir sirka 4 árum síðan, Guðný hvetur skólann að skoða að setja slíka ferð sem fastan lið á einhverja ára millibili. 
g)      Fyrirspurn um ipad notkun í leikskóladeild og Jóna Björg svaraði því.

   

Fundi slitið klukkan 10:36

Getum við bætt efni síðunnar?