Fara í efni

Skólanefnd

45. fundur 13. maí 2015 kl. 08:30 - 10:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri boðar forföll
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

45. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, föstudaginn 13. maí 2015 kl. 8:30 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi grunnskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri boðar forföll

  
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

  
Kennslukvóti og skóladagatal.
Sigmar fór yfir kennslukvótann og skóladagatalið.

Leikskólinn er lokaður í 25 virka daga í sumar og opnar aftur eftir hádegi þann 6. ágúst vegna starfsdags leikskólakennara fyrir hádegi.

Árshátíðin flutt frá mars fram í nóvember.

Skóladagatal er ekki full klárað þar sem kennsludagar eru ekki 180. Skóladagatali vísað til næsta fundar.

 
Starfsmannabreytingar og umsóknir.
Upplýst um stöðu í leik- og grunnskóladeildinni. Enginn menntaður leiksskólakennari búinn að sækja um.

 
Skólastarfið, grunnskóladeild og leikskóladeild.
Sigmar kynnti hvað er framundan í skólastarfinu.

Fræðslunefnd styður að leikskóladeild sæki um auka hálfan starfsdag vegna vinnu sem verið er að fara í með Ingvari Sigurgeirssyni á vordögum.

Kerhólsskóli ætlar að taka þátt í Borg í sveit þann 30. maí með því að hafa starfsfólk á staðnum og hafa skoðunarferð um skólann.

Fræðslunefnd skorar á sveitarstjórn að kaupa stóla fyrir leikskóladeild til að öll börn hafi sæti og telur nefndin að það sé nauðsynlegt að þeir verði keyptir án þess að það hafi áhrif á rekstrarkostnað skólans.

 
Fundagerð skólaráðs
Farið yfir fundargerð skólaráðs.

Fræðslunefnd ræddi fyrsta punktinn undir önnur mál varðandi ferðir fyrir 9. og 10.bekk og var skólastjóra falið að kanna með ferð fyrir 9.bekk að Laugum vorið 2016. Rætt var að 10.bekkur færi í útskriftarferð.

 
Önnur mál
a)      Fræðslunefnd skorar á skólastjórn í samráði við sveitarstjórn að halda fund með foreldrum elstu bekkjanna í Kerhólsskóla til að ræða fyrirhugaðar breytingar á málum 9. og 10.bekkjar.

            

Fundi slitið klukkan 10:30

Getum við bætt efni síðunnar?