Fara í efni

Skólanefnd

47. fundur 15. september 2015 kl. 08:15 - 10:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi grunnskóladeildar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll
  • Jóna Björg Jónsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri boðaði forföll
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

47. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 15. september 2015 kl. 8:15 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson, skólastjóri
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi grunnskóladeildar
Dagný Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra boðaði forföll
Jóna Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri boðaði forföll

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

 
Skólaþjónustan og kynning á þeirra starfi.
Fengum kynningu frá Skólaþjónustunni sem vinnur fyir börn, foreldra og skóla. 7 sveitarfélög sem standa að þjónustunni: Bláskógabyggð – Flóahreppur – Grímsnes- og Grafningshreppur – Hrunamannahreppur – Hveragerðisbær – Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Sveitarfélagið Ölfus.

Nánari upplýsingar má finna á www.arnesthing.is

 
Kynning á vetrarstarfinu leik- og grunnskóladeild.
Í vetur eru 5 starfsmenn í Kerhólsskóla í námi og þar af eru 4 í námi í tengslum við kennslufræði. Valið í Reykholti hefur farið vel af stað fyrir eldri krakkana.

Kerhólsskóli ásamt Flóaskóla eiga nú Logos kerfið sem er greiningartól og mun nýtast við skólastarfið.

Þróunarverkefni með Ingvari Sigurgeirssyni í vinnslu og meðal annars verið að vinna við að endurskoða lestrarstefnu Kerhólsskóla.

18. nóvember verður skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða Krossins fyrir starfsfólk Kerhólsskóla.

Jóna Björg kynnti fyrir okkur starfið sem verið er að vinna á leikskóladeildinni en þar er meðal annars verið að fara af stað með dyggðarkennslu. Á leikskóladeildinni hefur síðustu mánuði verið unnið markvisst að því að efla faglegt öryggi starfsmanna til að þau séu betur betur í stakk búin til að takast á við starfið.

Rætt var að það þyrfti að virkja umhverfisnefnd Kerhólsskóla.

Það er í skoðun að hafa alla tíma á stundaskrá 60 mínútur á næsta skólaári.

  

 
Kynning á breytingu á húsnæði og lóð í sumar.
Leikskólalóðin er nánast tilbúin – börnin mjög ánægð með hellurnar og hjóla mikið. Það verða ekki rólur á leikskólasvæðinu.

Búið er að taka í notkun nýja stofu fyrir leikskólann – hurðin sem skilur að leik- og grunnskóladeild verður ekki færð í bili heldur verður sett upp hlið á ganginum til að loka listarými frá leikskólastofunni.

 
Stundaskrár.
Kynning á stundaskrám í leik- og grunnskóla.

 
Önnur mál.
Dagskrá fræðslunefndar fyrir veturinn 2015-2016 kynnt.

Vegna umræðu meðal foreldra hefur fræðslunefnd óskað eftir því við skólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra að gerð verði könnun meðal foreldra hvort lengja þurfi opnunartíma leikskóla og skólasels.

   

Fundi slitið klukkan 10:30

Getum við bætt efni síðunnar?