Fara í efni

Skólanefnd

51. fundur 08. febrúar 2016 kl. 08:30 - 09:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi kennara
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

51. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 8. febrúar 2016 kl. 8:30.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi kennara
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Alice Petersen, aðstoðarskólastjóri
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

 
Eineltisáætlun.
Farið yfir eineltisáætlun Kerhólsskóla og nokkrar athugasemdir gerðar. Skólastjóra og aðstoðarskólastjóra falið að gera breytingar, kynna fyrir starfsfólki skólans og breyta á heimasíðu. Skólastjóri mun jafnframt senda út tölvupóst á foreldra í skólanum til að minna á eineltisáætlunina.

 
Skólastefna GOGG.
Farið yfir skólastefnu og ákveðið að fá Lindu til að setja skjalið upp. Áætlað að skólastefnan verði tekin fyrir aftur á næsta fundi.

 
Starfsáætlun.
Starfsáætlun samþykkt miðað við núverandi stöðu. Áætlað að starfsáætlun næsta árs verði tekin fyrir á fyrsta fundi í haust.

 
Verkaskipting innan skólans.
Alice og Jóna Björg fóru yfir verkaskiptingu innan Kerhólsskóla. Fyrsti mánuðurinn hjá þeim í nýjum störfum hefur gengið vel að þeirra sögn. 

 
Önnur mál.

Starfsdagur.
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri óska eftir því að flytja starfsdag í Kerhólsskóla frá 27. apríl fram til 20. apríl. Fræðslunefnd samþykkir breytinguna.

 

Skólapúlsinn.
Skólastjóra og aðstoðarskólastjóra falið að leggja könnun fyrir foreldra í gegnum Skólapúls og halda matsfundi fyrir starfsfólk skólans og nemendur.

 
10. bekkur skólaárið 2016 – 2017.
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri skoða samstarf við framhaldsskóla fyrir næsta vetur ásamt því að vinna að undirbúningi við að 10. bekkur verði í Kerhólsskóla.

 
Könnun vegna skólasels.
Ákveðið að kennarar 1. – 4. bekkjar ræði við foreldra í foreldraviðtölum í næstu viku og kanni með þörf fyrir skólasel á miðvikudögum/föstudögum.

 
Vetrarfrí veturinn 2016 – 2017.
Ákveðið að kennarar ræði við foreldra í foreldraviðtölum og kanni með áhuga foreldra á vetrarfríi næsta vetur.

  

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 9:20

Getum við bætt efni síðunnar?