Fara í efni

Skólanefnd

52. fundur 15. mars 2016 kl. 08:15 - 09:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi kennara
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

52. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 8:15 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar, forfallaður
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi kennara
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Alice Petersen, aðstoðarskólastjóri
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

  

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

 

 
Yfirlit frá skólastjóra.
Skólastjórnendur kynntu fyrir nefndinni starfsemi skólans síðasta mánuðinn.

 
Niðurstöður kannana, vetrarfrí og frístund.
Skólastjórnendur gerðu könnun í kringum foreldraviðtölin hvort og hvernig foreldrar vildu haga vetrarfríunum og frístund. Farið var yfir niðurstöður kannana og fylgir niðurstaðan fundargerðinni. Ákveðið var miðað við niðurstöður um vetrarfrí að halda vetrarfríinu óbreyttu.

Fræðslunefnd óskar eftir því að sveitarstjórn fari yfir niðurstöðurnar um frístund og taki ákvörðun hvort það eigi að breyta einhverju eða ekki.

 
Umbótaáætlanir.
Farið var yfir umbótaráætlun sem gerð var í kjölfarið af matsfundum sem haldnir voru bæði með 8. og 9. bekk og starfsfólki skólans í upphafi árs.

 
Drög að skóladagatali.
Drög að skóladagatali kynnt fyrir nefndinni.

  

 
Önnur mál.

a)      Valfög
Sveitarstjóra og skólastjórnendum Kerhólsskóla  falið að herja á skólastjóra í Reykholti og sveitarstjórn Bláskógabyggðar og fá svör við því hvort það sé endanleg afstaða að kosta engum skólaakstri til vegna samstarf um valgreinar fyrir 8. – 10. bekk. 

 

Fundi slitið klukkan 9:45

Getum við bætt efni síðunnar?