Fara í efni

Skólanefnd

58. fundur 17. janúar 2017 kl. 10:30 - 11:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri boðaði forföll
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Agnes Heiður Magnúsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

 

58. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 17. janúar 2017 kl. 10:30 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri boðaði forföll
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Agnes Heiður Magnúsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra

     
 Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.   

 

 
Skólastarfið, stutt kynning.
Jóna Björg var með stutta kynningu á skólastarfinu bæði í leikskóla- og grunnskóladeild. Námsráðgjafi er kominn til starfa hjá Kerhólsskóla ásamt því að vinna hjá fleiri skólum og er almenn ánægja með störf hennar. Ný dagsetning fyrir árshátíð Kerhólsskóla er 1. febrúar.

Umhverfisnefnd.
Farið var yfir fundargerð umhverfisnefndar.

 
Umbótaáætlun skólapúls / líðan barna frá 2016.
Jóna Björg kynnti fyrir nefndinni umbótaáætlun sem skólastjórnendur hafa útbúið í kjölfar könnunar sem lögð var fyrir 6. – 10. bekk.

 
Umbótaáætlun, úttekt í leikskóla.
Frestað fram til næsta fræðslunefndarfundar þar sem að ekki náðist að klára yfirferð fyrir þennan fund.

 
Skólapúls, framhald.
Farið var yfir þær kannanir sem eru áætlaðar á næstunni. Jónu Björg falið að kanna hvað er í boði hjá skólapúlsinum.

 
Bréf frá Menntamálaráðuneyti um snjalltækjanotkun.
Lagt var fyrir bréf frá Menntamálaráðuneytinu um snjalltækjanotkun. Í kjölfarið var rætt um snjalltækjanotkun í Kerhólsskóla og þá hugmynd að halda kynningarfund fyrir foreldra í samstarfi við Foreldrafélagið.

 
Önnur mál.

a)      Dagur leikskólans er 6. febrúar á hverju ári. Í ár mun leikskóladeild Kerhólsskóla setja upp smiðjur og bjóða grunnskóladeildinni að koma og vinna í smiðjunum með þeim.
b)      Dagur stærðfræðinnar er 3. febrúar og er áætlað að útbúa stöðvar fyrir börnin þann dag.
c)      Tekin var fyrir fyrirspurn frá kennurum varðandi dekkjakurlið á gervigrasvellinum og hvort að það ætti ekki að skipta því út. Sveitarstjóri sagði frá tölvupósti frá sérfræðingi á rekstrar- og útgáfusviði Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sagt er frá því að Umhverfis- og auðlindarráðuneytið hafi gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmí verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum.

 


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:50

Getum við bætt efni síðunnar?