Fara í efni

Skólanefnd

60. fundur 06. apríl 2017 kl. 10:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Agnes Heiður Magnúsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

60. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 6. apríl 2017 kl. 10:00.

 

Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Agnes Heiður Magnúsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra

     

   
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.   

 

 
Skipulag næsta skólaárs.
Jóna Björg kynnti tillögu um tilraunaverkefni fyrir næstu tvö árin um breytingu á vali þar sem að lagt er til að valið verði fært úr stundaskránni í helgarsmiðjur. Við þessa breytingu styttist skólinn á hverjum degi sem verður til þess að það verði einungis einfaldur skólaakstur í stað tvöfalds eins og er í vetur. Áætlað er að vinna þetta verkefni með Flóaskóla og báðum skólunum í Bláskógabyggð. Fræðslunefnd styður tillögu skólans og leggur til að sveitarstjórn geri slíkt hið sama.

 
Skóladagatal.
Jóna Björg fór yfir skóladagatalið en gerðar hafa verið smá breytingar frá síðustu kynningu. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið en eftir er að setja inn þær helgar þar sem valgreinalotur verða. Fræðslunefnd óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar.

 
Niðurstöður úr starfsmannakönnun; skólapúls leiksskóladeildar.
Jóna Björg kynnti niðurstöður úr skólapúlskönnun sem gerð var meðal starfsfólks í leikskóladeild Kerhólsskóla í mars. Ákveðið var að Jóna Björg kanni með að leggja einnig könnun fyrir starfsfólk grunnskóladeildar á vormánuðum til að hafa svipaðan tíma á milli kannana bæði í leik- og grunnskóladeild.

 
4.      Starfsmannaviðtöl.
Jóna Björg fór yfir samantekt úr starfsmannaviðtölum í leik- og grunnskóladeild Kerhólsskóla. Niðurstaðan var sú að flestum líður vel í vinnunni í báðum deildum og að skólastarfið gengur vel.

 
5.      Önnur mál.
Fyrirspurn og umræður urðu á fundinum um peysur sem 8. - 10. bekkur Kerhólsskóla er að selja sem fjáröflun.
Ákveðin var dagsetning fyrir vinnufund í tengslum við skólasel.

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:30

Getum við bætt efni síðunnar?