Fara í efni

Skólanefnd

64. fundur 02. október 2017 kl. 14:00 - 14:59 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
Guðný Tómasdóttir

Fundargerð.

 

 

64. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 2. október 2017 kl. 14:00.

 

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðný Tómasdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen, fulltrúi sveitarstjórnar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Hugrún Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra    
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri, boðar forföll
Agnes Heiður Magnúsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar, boðar forföll      

     Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðný Tómasdóttir.         

 

 
Starfsáætlun.
Farið var yfir drög að starfsáætlun, enn er eftir að breyta talsvert að upplýsingum frá því í fyrra en uppsetning starfsáætlunar er orðin mjög góð.

 
Skólapúls.
Farið var yfir hvort halda ætti áfram með skólapúlsin. Umræða um hvort hægt sé að gera þetta sjálfur eða hvað eiga að gera þar sem ekki er næg ánægja innan skólans með skólapúlsin. Skólastjórnendum falið að kanna hvort að betri lausn sé til.

 
Brunavarnaskýrslur leik- og grunnskóladeildar Kerhólsskóla.
Farið var yfir skýrslu sem var gerð eftir heimsókn Brunavarna Árnessýslu, 30.08.2017. Það sem ekki var í lagi er komið í hendur umsjónarmanni fasteigna til lagfæringar.

 
Breytingar á starfsdegi.
Farið yfir að breyta þurfi starfdegi vegna námsferðar starfsfólks Kerhólsskóla. Skólastjórnendum falið að kynna þessa breytingu með góðum fyrirvara.

 

 
Næsti fundur.
Óskað eftir að færa næsta fund fram um eina viku, ákveðið að næsti fundur verði 6. nóvember kl 14:00.

 
Önnur mál.
Undirbúningur á fyrstu valhelgi hjá skólanum gengur vel, ein smiðja verður á Laugarvatni sem er útivist, önnur á Úlfljótsvatni sem er bogfimi og hér á Borg verður hár og neglur, hljómsveit, heimilisfræði, eldsmiðja og íþróttasmiðja. Svo verður líka sundlaugarpartý.

            

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:59

Getum við bætt efni síðunnar?