Fara í efni

Skólanefnd

66. fundur 11. desember 2017 kl. 14:00 - 16:13 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Agnes Heiður Magnúsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

66. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 11. desember 2017 kl. 14:00.

  

Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðný Tómasdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen, fulltrúi sveitarstjórnar
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Agnes Heiður Magnúsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar     
Guðmundur Finnbogason, fulltrúi foreldra mætir ekki

 
     Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðný Tómasdóttir.       

 

 
Kynning á frístund.
Gerður tómstunda- og æskulýðsfulltrúi sveitarfélagsins kom á fund fræðslunefndar og kynnti starfsemi frístundarheimilisins sem opnað var í haust í sveitarfélaginu. Fjöldi barna á frístundarheimilinu er misjafn milli daga en börnin eru fæst 7 og flest 12. Þar eru starfandi tveir starfsmenn sem sinna  35% vinnu hvor. Gerður hefur verið í 25% starfi til að aðstoða í starfinu og verður fram að jólum .

Gerður sagði frá lögum um frístundaheimili sem nýlega var bætt í grunnskólalögin þar sem segir að það skuli rekið frístundaheimili í tengslum við skóla en þó sé hægt að fá undanþágu ef næg ástæða finnst. Hún kynnti einnig fyrir nefndinni markmið og viðmið fyrir frístundaheimili sem hafa verið unnin af starfshópi á vegum Menntamálaráðuneytisins.

Gerður lagði fram hugmynd um að bjóða upp á íþróttastarf í samstarfi við U.m.f. Hvöt og taldi að með því væri hægt að bjóða líka eldri nemendum. Íþróttastarfið yrði á sama tíma og frístund, og myndu starfsmenn  frístundar sjá um að koma börnunum sem skráð væru í frístund í og úr íþróttum. Þau börn sem ekki væru í frístund gætu líka sótt íþróttir en þá er það á ábyrgð foreldra að koma þeim frá og til.

Taldi Gerður að það þurfi að bæta við einum starfsmanni sem myndi kosta um 160 þúsund á mánuði, mun þá alltaf einn starfsmaður vera með íþróttaæfingarnar, einnig mun það hjálpa upp á undirbúning og annað fyrir starfið í frístund.

Einnig var rætt um að starfsmenn frístundar fái ekki nægan tíma í undirbúning og kaffitíma . Var því talað um að hvort sem að af íþróttastarfinu yrði eða ekki þá þyrfti að ráða inn þriðja aðila sem gæti leyst af og aðstoðað í veikindum og undirbúningi.

 

  

Óskar fræðslunefnd eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort megi halda áfram að skoða málið með íþróttastarfið og kanna áhuga og endanlegan kostnað.

Óskar fræðslunefnd jafnframt líka eftir afstöðu sveitarstjórnar til að ráða inn viðbótar stöðugildi í almennt starf í frístund.

 
Jafnréttisáætlun.
Skólastjórnendur leggja fram jafnréttisáætlun skólans til yfirferðar. Komin er ný jafnréttisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps, tilvísun í áætlunni verður breytt í þá nýrri.

 
Skólapúls.
Jóna segir frá því að litlir skólar séu óánægðir með Skólapúlsinn, hann sé hannaður fyrir stærri skóla. Allir eru samt að nota Skólapúlsinn þar sem ekkert annað er í boði. Skólastjórnendum falið að ræða við Skólapúlsinn hvort hægt sé að aðlaga könnunina, taka út spurningar sem ekki eiga við og bæta við þar sem að við á.

 
Gátlistar.
Ása Valdís kynnir gátlista frá Sambandi íslenska sveitafélaga samantekin af Björk Ólafsdóttur. Farið yfir spurningu fyrir spurningu, skólin er að uppfylla nánast öll markmið sem fræðslunend ber að fylgjast með bæði leik- og grunskóladeild.

 
Heimasíða.
Reiknað er með að hún verði tilbúin í byrjun næsta árs.

 
Námsferð starfsmanna Kerhólsskóla.
Farið verður dagana 18-20 apríl og farið verður til Berlínar. Komin er spennandi dagskrá nánast allir starfsmenn fara með. 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:13

Getum við bætt efni síðunnar?