Fara í efni

Skólanefnd

67. fundur 15. janúar 2018 kl. 14:00 - 15:43 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Agnes Heiður Magnúsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Guðný Tómasdóttir

Fundargerð.

 

67. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 15. janúar 2018 kl. 14:00.

 

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðný Tómasdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen, fulltrúi sveitarstjórnar
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Agnes Heiður Magnúsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar     
Guðmundur Finnbogason, boðar forföll


      Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðný Tómasdóttir.

 
Kynning á starfi leik- og grunnskóladeildar.
Ritari skólans kemur til að kynna nýja heimasíðu áætlað að hún fari á vefinn um næstu mánaðarmót.

 
Aukið stöðugildi í frístund, bókun sveitastjórnar.
Sveitarstjórn samþykkti að ráða inn aukið stöðugildi fyrir frístund, auglýst hefur verið eftir starfsmanni í 40 % stöðu.

 
Viðmiðunarreglur fyrir frístund.
Umræða um þau viðmið sem komin eru á blað. Ákveðið er að fara yfir þetta skjal og leggja það fyrir síðar.

 
Nýafstaðin könnun.
Ekki er vitað hver niðurstaða könnunarinnar er þar sem tómstunda- og félagsmálafulltrúi er með þetta. Ákveðið að taka þetta fyrir á næsta fundi.

 
Skýrsla Skólaþings.
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

  
Skólapúls.
Ekki er hægt að ráða hvaða kannanir eru lagðar fyrir, heldur þarf að fylgja því sem Skólapúlsinn ákveður. Hægt er að fá að taka út spurningar og nýtti skólinn sér það. Ekki er hægt að bæta við spurningum eða breyta þeim. Foreldrakönnun verður í grunskóladeild í febrúar og leikskóladeild í mars.

 
Önnur mál.

a)     
Upplýst var um aðgerðaráætlun sem virkjast þegar hvorugur skólastjórnenda er í húsi.
b)      Rætt um dvalartíma leikskólabarna.

 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:43

Getum við bætt efni síðunnar?