Fara í efni

Skólanefnd

68. fundur 19. febrúar 2018 kl. 14:00 - 15:57 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi foreldra
Guðný Tómasdóttir

Fundargerð.

68. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, mánudaginn 19. febrúar 2018 kl. 14:00.

 

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðný Tómasdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Sigrún Jóna Jónsdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Sigríður Þorbjörnsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar           
Guðmundur Finnbogason, fulltrúi foreldra

 
     Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðný Tómasdóttir.

 
Kynning frá tómstunda- og félagsmálafulltrúa á niðurstöðum úr könnun vegna íþróttastarfs.
Tómstunda- og félagsmálafulltrúi kom á fundinn og kynnti niðurstöður könnunar um íþróttastarf eftir skóla. Mikill meiri hluti barna vilja íþróttastarf eftir skóla í 1. - 8. bekk. Aðeins minni þátttaka var á unglingastiginu. Enn hefur ekki náðst að ráða starfsmann í frístund. Könnuninn verður kynnt fyrir Ungmennafélaginu Hvöt.

 
Viðmiðunarreglur frístundar.
Kynntar voru viðmiðunarreglur frístundar, farið yfir nokkrar breytingar sem aðstoðarskólastjóri tekur að sér að breyta skjalinu og senda aftur á fræðslunefnd til samþykktar.

 
Dvalargjald leikskóladeildar.
Skólastjóri kynnti hugmyndir að breytingum á gjaldskrá leikskólans til að stýra dvalartími barna, hafa ódýrara milli klukkan 8:00 og 14:00 en dýrara í annan tíma.   

 
Staðan í leikskóladeildinni – fáliðun.
Skólastjóri kynnti viðbragsáætlun vegna fáliðunar í leikskólanum sem felur í sér að senda börn heim ef ekki nægt starfsfólk. Fræðslunefnd samþykkir að senda viðbragðsáætlunina áfram til sveitarstjórnar til samþykktar.

 
Lokanir í Kerhólsskóla vegna veðurs.
Tilmæli komu frá stjórn foreldrafélagsins um að koma á verklagsreglum við lokun skóla í skriflegt form og á heimasíðu skólans.

 
Tillögur að skóladagatali – fyrsta umræða.
Skólastjóri kynnti frídaga á skóladagatali og hugmynd hvort hægt sé að hafa lokað líka í leikskóladeild þá daga sem lokað er í grunnskóladeild.

 
Kynning á samstarfi foreldrafélaganna.
Foreldrafélög skólana í Flóahreppi, Reykholti, Laugarvatni og  Grímsnes- og Grafningshreppi hafa fundað um samstarf félaganna. Fyrsti sameiginlegi fyrirlesturinn verður haldin 12. apríl í Aratungu, um skjátæki og snjalltæki. Þessu samstarfi er ætlað að fjölga fyrirlestrum og bæta gæði þeirra.

 
Önnur mál.

a)      Bréf frá tómstunda- og félagsmálafulltrúa um skipan fulltrúa í vinnuhóp um forvarnarstefnu í Grímsnes- og Grafningshreppi. Formanni falið að finna fulltrúa.
b)      Starfsfólki Kerhólsskóla var boðið upp á að taka þátt í átaki í hreyfingu í byrjun skólaárs. Gerð var könnun á verkefninu um áramótin og töldu allir að það hefði jákvæð áhrif þó það hafi ekki verið nýtt alveg til fulls.

 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:57

Getum við bætt efni síðunnar?