Fara í efni

Skólanefnd

69. fundur 20. mars 2018 kl. 14:00 - 16:01 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri boðar forföll
Guðný Tómasdóttir

Fundargerð.

69. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 20. mars 2018 kl. 14:00.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðný Tómasdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen, fulltrúi sveitarstjórnar
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Sigríður Þorbjörnsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri boðar forföll        
Guðmundur Finnbogasson, fulltrúi foreldra boðar forföll

 
    Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðný Tómasdóttir.

 

 
Staðan í leikskólanum.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála í leikskólanum. Fáliðunaráætlunnin var samþykkt af sveitarstjórn, hún hefur ekki verið notuð en verður kynnt foreldrum. Stafsfólki hefur fjölgað og ekki lítur út fyrir að það þurfi nota hana á þessu skólaári.

 
Ytra mat.
Framhald að umræðu frá því í fyrra hvort eigi að óska eftir ytra mat fyrir skólan. Samþykkt var að óska eftir því og skólastjóri beðin um að vinna að því.

 
Viðmiðunarreglur frístundar.
Fræðslunefnd samþykkir viðmiðunarreglur frístundar og óskar eftir að sveitarstjórn taki þær fyrir til samþykktar.

 
Viðbragðsáætlun vegna ófærðar og óveðurs.
Farið var yfir viðbragðsáætlun vegna óveðurs og ófærðar. Alice kemur með athugasemdir frá kennurum auk nokkurra athugasemda sem fram komu á fundinum. Skólastjóra falið að laga þær athugasemdir sem fram komu. Viðbragðsáætlun verður síðan send á foreldra til kynningar.

 
Innleiðing öryggisstefnu og öryggishandbókar v/Menntors og nýrra persónuverndarlaga.
Skólastóri kynnir þetta fyrir fundarmönnum.

  

  
Skóladagatal – önnur umræða.
Rætt um þá frídaga sem skólinn leggur til að samræma skóladagatal leik- og grunnskóla. Skólastjóra falið að kynna sér framkvæmdina á Seltjarnanesi þar sem verið er að aðlaga þessar breytingar. Fræðslunefnd leggur til að gerð verði áætlun um hvernig hægt væri að framkvæma þessar breytingar rólega og með góðri aðlögun. Sveitarstjóra falið að skoða hvernig hægt er að útfæra þessar breytingar vegna kjarasamninga.

 
Önnur mál.
Farið var lauslega yfir nýja heimasíðu, rætt var að gera þyrfti aðgengilegra netföng starfsmanna.

Formaður fræðslunefndar skorar á fulltrúa fræðslunefndar að kynna sér nýja heimasíðu og senda athugasemdir ef einhverjar eru á veiga@kerholsskoli.is

 

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:01

Getum við bætt efni síðunnar?