Fara í efni

Skólanefnd

71. fundur 16. maí 2018 kl. 14:00 - 15:48 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Guðný Tómasdóttir

Fundargerð.

 

71. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 16. maí 2018 kl. 14:00.

 

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðný Tómasdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen, fulltrúi sveitarstjórnar
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Sigríður Þorbjörnsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar          
Guðmundur Finnbogasson, fulltrúi foreldra, boðar forföll
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, boðar forföll

     Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðný Tómasdóttir.

 
Viðhald hús og lóð yfir sumartíma.
Laga kofa á leikskólalóð. Mála kofa í sandkassa. Tyrfa og loka fyrir mold. Laga moldarflög og brekku á skólalóð og taka tvær aspir. Setja upp Gaga boltavöll, eftir að finna honum staðsetningu. Einnig hefur verið veitt fjárveiting til að kaupa leiktæki fyrir eldri krakkana upp á þrjár miljónir. Búið er að fá tilboð í það sem helst vara óskað frá nemendum og kennurum einnig á eftir að staðsetja þau tæki og fá aðilla til að setja þau upp. Einnig er smávæginlegar breytingar innandyra. Keyptir verða stólar og verður þá búið að endurnýja stóla í allan skólann. Mikil þörf er að klára loftræstikerfið því bæði lykt og hljóð berast mikið á milli rýma. Minnum á að við úttekt heilbrigðiseftirlitsins var loftræstingin á undanþágu og hefur verið það undanfarin á, Biðjum sveitarstjórn vinsamlega að taka afstöðu til þessa máls.

Áætlað er að kaupa iphone og ipad til að auðvelda starfsfólki vinnu við að tengja myndir við Mentor og annað.

 
Frístund.
Gerð verður könnun núna í foreldraviðtölum á morgun hversu margir vilja nýta sér frístund. Ekki hefur enn tekist að manna stöður í frístund.

 
Fundargerð umhverfisnefndar.
Lögð fram til kynningar

 
Fundargerð skólaráðs.
Lögð fram til kynningar

Foreldrakönnun í leik- og grunnskóla.
Farið yfir foreldrakönnun og kemur hún vel út í grunnskólanum en ekki nógu vel út í leikskóladeild. Margt sem kemur ekki nógu vel út hefur verið lagfært. Ef mikil mannekla er, þá er áherslan ekki á upplýsingaflæði til foreldra en það hefur verið bætt úr því nú þegar starfsfólki hefur verið fjölgað.

 
Starfsmannakönnun í grunn- og leikskóladeild.
Farið yfir starfsmannakönnun sem kemur mjög vel út.

 
Önnur mál
Starfsfólk skólans segir okkur frá Berlínarferðinni. Ánægja var með ferðina og margt athyglisvert að sjá. Og margar góðar hugmyndir hafa verið teknar í notkun og munu vera meira í vinnslu.

Umræða um skólaþjónustuna kemur frá kennarafundi, hvernig getum við nýtt þjónustuna betur. Ósk frá nemendum að hafa betri aðgang að sérfræðingum svo sem sálfræðing, kennskuráðgjafi og félagsráðgjafa, ósk að sjá starfsfólk þjónustunnar hefðu viðvöru jafnvel hálfan dag í mánuði. Skoða má hvort rekstur skólaþjónustunnar á svo stóru svæði fari kanski allt of mikill tími og peningar í akstur.

 
Fræðslunefnd vill benda á að við gerð fjölskyldustefnu verði gætt að fá breiða aðkomu og fá sem flestar nefndir að skrifa sína kafla.

           
            Skólastjóri segir frá því hvað verður gert á vordögum.

 
Gaman að segja frá því að 4 krakkar frá skólanum komust áfram í nýsköpunarkeppninni með tvær hugmyndir. Hugmyndirnar voru 1200 en 26 hugmyndir komust áfram og 2 af þeim frá Kerhólsskóla.

 
Þökkum öllum þeim sem setið hafa í fræðslunefnd með okkur þetta kjörtímabil og óskum næstu nefnd velgengni.

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:48

Getum við bætt efni síðunnar?