Fara í efni

Skólanefnd

73. fundur 09. október 2018 kl. 08:20 - 09:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri boðaði forföll
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
Guðmundur Finnbogason

Fundargerð.

73. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 9. október 2018 kl. 8:20 f.h.

 
Fundinn sátu:
Pétur Thomsen formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðmundur Finnbogason, fulltrúi sveitarstjórnar
Dagný Davíðsdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri boðaði forföll
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Sigríður Þorbjörnsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Íris Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra boðaði forföll

    
     Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason.         

 
Gátlisti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Formaður lagði fyrir gátlista frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir skólanefndir. Gátlistarnir eru tveir, annar fyrir grunnskóla og hinn fyrir leikskóla. Skólastjórnendur voru búnir að fara yfir listann og kynntu niðurstöður fyrir nefndinni. Farið var yfir hvern lið fyrir sig og þeir ræddir og skilgreindir. Í megin atriðum er skólinn að uppfylla þau skilyrði sem að koma fram í gátlistanum.

 
Starfsáætlun.
Starfsáætlun Kerhólsskóla var kynnt af skólastjóra. Liðir áætlunarinnar eru aðgengilegir á heimssíðu skólans. Stefnt er að því að leggja áætlunin fyrir á næstu fundum í heild sinni til staðfestingar skólanefndar.

 
Skólapúlsinn.
Skólastjórnendur lögðu fyrir áætlun um framkvæmd skólapúlsins á þessum vetri. Stefnt er að því að láta nemendur taka könnunina í öllum bekkjum grunnskóladeildar.

 
Önnur mál.
Fræðslunefnd þakkar Kvenfélagi Grímsneshrepps fyrir góðar gjafir til leikskólans. Keypt voru ný þríhjól sem að hafa slegið í gegn.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?