Fara í efni

Skólanefnd

74. fundur 13. nóvember 2018 kl. 08:20 - 09:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar boðaði forföll
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri boðaði forföll
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
Dagný Davíðsdóttir

4Fundargerð.

74. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 13. nóvember 2018 kl. 8:20 f.h.

 

 
Fundinn sátu:
Pétur Thomsen formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðmundur Finnbogason, fulltrúi sveitarstjórnar boðaði forföll
Dagný Davíðsdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri boðaði forföll
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Alice Petersen, fulltrúi grunnskóladeildar
Sigríður Þorbjörnsdóttir, fulltrúi leikskóladeildar
Íris Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra

    

     Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Dagný Davíðsdóttir.        

 

 Starfsáætlun.
Starfsáætlunin hefur verið prentuð út, hún var lögð fyrir og samþykkt.

 
Fundargerð Mötuneytisnefndar.
Tekin fyrir og samþykkt.

 
Fundargerð Skólaráðs.
Farið var yfir fundargerð Skólaráðs, fræðslunefnd líst mjög vel á hugmynd skólaráðs að gróðursetja grenitré við stjórnsýsluhús og leggur til við sveitarstjórn að skoða það. Einnig kom fram umræða um að fegra portið við stjórnsýsluhús og skólann.

 
Skólapúls 6. – 10. bekkur.
Jóna sagði frá skólapúls könnun sem gerð var meðal nemenda í 6.-10. bekk. Könnunin kom vel út.

Það kom þó fram hjá einhverjum að það væri einelti sem ekki hefur fundist en stjórnendur og starfsfólk ætlar að leggjast í frekari vinnu við að kanna þetta og taka á.

 
Boð um ytra mat grunnskóla.
Sveitastjóra, formanni fræðslunefndar og skólastjóra barst bréf frá Menntamálastofnun með boði um ytra mat á grunnskólanum. Fræðslunefnd fagnar boðinu. Jóna ætlar að athuga hvort hægt sé að taka skólann út sem eina heild leik- og grunnskóla.

 
Námskeið nefndarmanna.
Samband íslenskra sveitafélaga stendur fyrir námskeiði fyrir skólanefndir. Allir nefndarmenn ætla að mæta að frátöldum fulltrúa foreldra sem mun fylgjast með námskeiðinu í streymi.

  
Önnur mál. 

a)             Alice sagði frá Útís 2018, ráðstefnu um upplýsingatækni sem hún fór á. Þar kom fram mikilvægi þess að skólar séu vel tæknivæddir, umræða um róbóta og mikil vægi þeirra í forritunarkennslu sem er kveðið á um í aðalnámsskrá. Fræðslunefnd mælir með því að Kerhólsskoli færist í átt að tæknivæðingunni.  Og leggur til að kannaður verði kostnaður við að skólinn eignist viðeigandi tæki og tól.

b)             Sigga kynnti Karellen forrit/app sem leikskólinn er nýlega búin að taka í notkun  sem nýtist til frekara upplýsingaflæðis til foreldra en þar er hægt að setja inn myndir og upplýsingar um daglegt starf í leikskólanum.

c)             Jóna sagði frá breytingum sem gerðar voru á húsnæði skólans til hagræðingar til kennslu í bæði leik- og grunnskóladeild. Skólinn vill koma á framfæri þökkum til sveitastjórnar fyrir mjög skjót viðbrögð við beiðni um breytingarnar.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 9:30

Getum við bætt efni síðunnar?