Fara í efni

Skólanefnd

76. fundur 05. febrúar 2019 kl. 08:20 - 10:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
 • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
 • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
 • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
 • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
 • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
 • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
 • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
 • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
 • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
Guðmundur Finnbogason

 

1.  Skóladagatal 2019-2020, fyrsta umræða.

Tillaga að skóladagatali var lögð fyrir og rædd. Opnunardagur leikskólans til umræðu ásamt frídögum í kringum jólin og vetrarfríi fyrir áramót. Samkvæmt tillögu að skóladagatali verða skólaslit þann 3. júní. Fræðslunefnd samþykkir að leggja dagatalið fyrir sveitarstjórn. Greidd voru atkvæði um jólalokun leikskóladeildar samkvæmt tillögunni atkvæði féllu tvö á móti einu með tillögunni. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til jólalokunnar leikskóladeildar og skólaslita.

 

2.  Fjölgun fagmenntaðra í skólum, endurskoðun á verklagsreglum.

Gögn voru lögð fyrir fræðslunefnd. Nefndarmönnum er falið að fara yfir gögnin og kynna sér þau. Óskað er eftir því að skólastjórnendur fari yfir tölulegar upplýsingar og kynni á næsta fundi. Boðað verður til aukafundar til að endurskoða reglurnar og uppfæra.

 

3.  Hreyfistundir starfsmanna.

Óskað er eftir upplýsingum um fyrirkomulag og nýtingu hreyfistunda starfsmanna. Stjórnendum falið að taka þær saman fyrir næsta fund.

 

4.  Skólastefna Grímsnes- og Grafningshrepps.

Stefnan er til endurskoðunar á árinu. Nefndarmönnum er falið að fara yfir stefnuna og kynna sér hana. Íbúaþing verður 21. mars n.k.. Það mun fjalla um fjölskyldustefnu/íbúastefnu en skólastefnan þarf að vera í samræmi við hana og öfugt.

 

5.  Önnur mál.

  1. Boðað verður til næsta fundar þann 6. mars klukkan 16:00 til að undirbúa íbúaþing og hefja yfirferð á skólastefnu. Varamenn verða boðaðir á þann fund.
  2. Alice kynnti samstarfsverkefni við danskan skóla sem stendur til að vera í, á næstu skólaárum. Sótt hefur verið um styrk til Nordplus vegna verkefnisins.
  3. Ingibjörg sagði frá Ungmennaþingi sem að haldið var á Selfossi í janúar. Sveitarstjórnarmönnum var boðið á þingið. Fulltrúar sveitarfélagsins sóttu þingið og voru þar allan þann tíma sem að þeim var boðið.  Ungmennin töluðu meðal annars um að það þyrfti að nýta lífsleiknitíma í skólanum betur til fjölbreytts náms í ýmsum dagslegum verkefnum nútímans.
  4. Ingibjörg ræddi um notkun nemenda á símum í skólanum í ljósi nýlegrar umræðu í fjölmiðlum. Fræðslunefnd mun taka málið upp í nýrri skólastefnu og móta almennar reglur.

76. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, miðvikudaginn 5. febrúar 2019 kl. 8.20 f.h.

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?