Fara í efni

Skólanefnd

79. fundur 23. apríl 2019 kl. 08:15 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar - forfölluð
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri - forfölluð
Guðmundur Finnbogason

1.  Aðgerðir til að fjölga faglærðum stafsmönnum í leik og grunnskóla.

Formaður fór yfir þær tillögur sem að Menntamálaráðuneytið hefur lagt fram vegna átaks til að fjölga kennurum. Jóna Björg lagði fram bréf frá formanni skólastjórafélagsins þar sem að fram kemur að ekki er búið að útfæra eða samþykkja breytingar á reglum vegna auglýsinga staða kennara. Því verður áfram að vinna eftir þeim samningum sem eru til staðar nú þegar.

Farið var yfir þær tillögur sem að samþykktar voru árið 2015 ásamt þeim tillögum sem að komu frá skólastjórnendum.

Aðgerðir til fjölgunar fagmenntaðra í Kerhólsskóla unnar, samþykktar og sendar til sveitarstjórnar. Unnið var staðlað umsóknareyðublað fyrir styrkumsóknir.

Fræðslunefnd leggur til að sveitarstjórn endurskoði ákvæði sitt um að allar fyrri umsóknir falli úr gildi nú í haust. Gildandi umsóknir munu  falla undir nýjar aðgerðir verði þær samþykktar. Skólastjóri leggur fram upplýsingar um stöðu nema á næsta fræðslunefndarfundi þann 7. maí n.k. Eins og stendur í aðgerðaráætlun mun skólastjóri leggja fram upplýsingar um stöðu nema í upphafi hvers skólaárs.

 

Getum við bætt efni síðunnar?