Fara í efni

Skólanefnd

83. fundur 21. október 2019 kl. 14:30 - 16:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar - forfölluð
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri - forfölluð
Guðmundur Finnbogason

1.       Kynning á vetrarstarfi í leik- og grunnskóla.

Jóna fer yfir kynningu á vetrarstarfinu. Megin áherslur vetrarins er lestrarkennsla og útinám. Leikskólinn vinnur með bækur að heiman en grunnskóladeildin tekur þátt í tveimur lestrarátökum yfir veturinn. Grænfánaverkefni eru búin að vera í gagni í 13 ár. Umhverfisnefndin fundar reglulega yfir veturinn.

Mannauðsfundur eftir hefðbundinn vinnutíma verður 4 sinnum yfir árið þar sem að allir starfsmenn hittast. Á fyrsta fundi verður Álfhildur Leifsdóttir með erindi um upplýsingatækni í náminu.

Leikskóladeildin vinnur áfram með Lubba, Blæ og Tónmál. Elsti árgangur fer í hverri viku í íþróttir með íþróttakennara. í útinám, og hitta kennara í 1. bekk í grunnskóladeildinni.

Lögð verður áhersla á teymiskennslu í grunnskólanum í vetur og er teymisvinna áfram í leikskóladeildinni eins og verið hefur.

Farið var yfir fjölda starfsmanna í vetur. Samtals eru 26.67 stöður við skólann sem sinnt er 35 starfsmönnum.

 2.      Stundarskrár.

Lagðar voru fyrir stundarskrár fyrir alla árganga, frístund og leikskólann.

 3.      Starfsáætlun.

Drög að starfsáætlun var lögð fyrir og þau rædd.

   4.      Kynning á breytingum á skólahúsnæði og lóð í sumar.

Farið yfir lista frá stjórnendum. Flest af því er búið eða komið í ferli. Inga fer yfir það sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn fyrir framkvæmdir næsta sumars. Þar á meðal leiktæki og innréttingar í forstofu leikskóladeildar.

 5.      Skólastefna sveitarfélagsins.

Pétur lagði fyrir punkta frá íbúaþingi sem haldið var 21. mars 2019. Rætt var um skipulag fyrir nemendaþing vegna skólastefnunnar. Skoðaðar voru nokkrar stefnur frá ýmsum sveitarfélögum.

 6.      Önnur mál

a)      Fyrirspurn frá kennara um bókasafnið og nýtingu þess.

Jóna Björg segir frá því að starfsmaður innan skólans sé tilbúinn að taka á móti nemendum á safninu enda sé starfsaðstaða starfsmannsins á bókasafninu. Starfsmaðurinn mun þá sinna nemendum samhliða öðrum verkefnum.

Getum við bætt efni síðunnar?