Fara í efni

Skólanefnd

84. fundur 11. nóvember 2019 kl. 16:00 - 17:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri - forfölluð
Guðmundur Finnbogason

1.      Starfsáætlun Kerhólsskóla.

Starfsáætlun lögð fram til samþykktar með breytingum frá síðasta fundi. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 2.      Nemendaþing.

Nemendaþing um skólastefnu sveitarfélagsins var haldið þann 1. nóvember. Þar ræddu nemendur um skólann og framtíðar skipulag hans. Þingið fór mjög vel fram og fundarmenn voru ánægðir með framlag nemenda og annarra. Skólanum er þakkað fyrir gott skipulag á þinginu. Áberandi var hversu nemendur voru ánægðir með skólann sinn. Niðurstöður þingsins verða teknar saman og notaðar við vinnuna við skólastefnu sveitarfélagsins

Dagný Davíðsdóttir - kom inn undir þessum lið.

 3.      Skólaþing 2019.

Skólamálaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið í nóvember. 8 fulltrúar sveitarfélagsins sóttu þingið, þar af tveir fulltrúar ungmenna. Ýmis áhugaverð erindi voru haldin á þinginu. Upp úr stóðu erindi frá ungmennaráðum, erindi um mannrækt í skólastarfi og forritun. Erindin voru þarft innlegg í vinnu við skólastefnu sveitarfélagsins.

 4.      Leiðbeiningar til sveitarfélaga varðandi skólaakstur.

Menntamálaráðuneytið sendi erindi um skólaakstur til að skerpa á hæfisviðmiðum skólabílstjóra. Sveitarstjóra er falið að fylgja málinu eftir ásamt skólastjóra.

 5.      Fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 kynnt af sveitarstjóra. Skólanefnd er ánægð með það hversu vel er staðið fjárhagslega að skólamálum í sveitarfélaginu. Sérstök ánægja er með áherslu á eflingu bókasafnsins í áætlun næsta árs.

 

Getum við bætt efni síðunnar?