Fara í efni

Skólanefnd

86. fundur 24. febrúar 2020 kl. 16:10 - 18:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Starfsmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri – forfölluð
Guðmundur Finnbogason

 

1.  Viðbragðsáætlun – Kórónaveiran.

Farið var yfir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi viðbúnað vegna Covid19 veirunnar. Handþvottur og handspritt er það sem að sóttvarnarlæknir leggur til eins og er. Ráðleggingum sóttvarnarlæknis verður fylgt, eftir því sem þær berast.

Sveitarfélagið er með viðbragðsáætlun sem að hægt er að grípa til ef til þess kemur.

2.  Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings.

Farið yfir bréf frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings þar sem að óskað er eftir fundi með nefndinni til að fara yfir hugmyndir hennar um þróunarverkefni og eiga samtal um verkefni þjónustunnar. Formaður boðar þau á fund.

 3.  Fyrirspurn frá verkefnastjóra fyrir heilsueflandi samfélög í uppsveitunum.

Verkefnisstjóri heilsueflandi samfélags sendi erindi þar sem að hann kannar möguleikann á sameiginlegum vetrarfríum skólanna í uppsveitunum. Skólastjórnendur eru nú þegar í viðræðum hvað þetta varðar og stefnt er að því að samræma þessar dagsetningar eins og hægt er.

4.  Upplýsingatækni í skólastarfi.

Skólastjóri fer yfir hugmyndir nemenda og kennara varðandi upplýsingatækni í skólastarfinu. Stefnt er að frekari innleiðingu á iPad tækjum og frekari innleiðingu á tækjum fyrir forritunarkennslu. Forritunarkennslu verður gefið rými í skólastefnunni enda framtíðarverkefni.

5.  Skólastefna Grímsnes- og Grafningshrepps.

Formaður fer yfir drög að skólastefnunni sem að búið er að taka saman úr þeim gögnum sem að unnin hafa verið fram að þessu. Stefnan er lögð fyrir stjórnendur, kennarar og nefndarmenn og þeim falið að setja niður áfangamarkmið fyrir næsta ár. Áfangamarkmið verða svo tekin upp á hverju ári og endurnýjuð.

6.  Dagsetningar næstu funda.

Næstu fundir eru boðaðir 18. mars og 15. apríl klukkan 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?