Fara í efni

Skólanefnd

87. fundur 19. maí 2020 kl. 16:10 - 18:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri – Forfölluð
  • Ragna Björnsdóttir er boðuð á fundin undir lið 1 og 2.
Guðmundur Finnbogason

1.  Umbótaáætlun vegna ytramats.

Ragna fór yfir umbótaáætlun vegna ytramats sem að á að skila í júní. Áætlunin er að mestu leiti tilbúin og ánægjulegt að sjá hvað mikið af þeim verkefnum sem að eru tiltekin í áætluninni eru komin vel á veg.

2.  Skólanámsskrá.

Ragna fór yfir drög að skólastefnukafla nýrrar skólanámskrár. Stefnt er að því að ljúka námskránni í júní. Drögin taka mið af þeim punktum sem að komið hafa úr vinnu nemenda, fræðslunefndar og íbúaþings. Þau hafa verið rýnd af starfsmönnum síðustu vikur sem hefur skilað góðum ábendingum.

3.  Covid-19 og skólastarfið.

Megin skipulag á meðan á samgöngubanni stóð var að nemendur og kennarar kæmu annan hvern dag og hittust ekki á milli. Það fyrirkomulag gekk mjög vel. Nokkur forgangsbörn voru einnig þjónustuð alla daga bæði í leik og grunnskóla.

Kennarar voru fljótir að tileinka sér rafrænar lausnir eins og SeeSaw sem að var svo nýtt fyrir alla nemendur grunnskólans. Fjarvinnan gekk mjög vel hjá öllum nemendum.

Þá daga sem nemendur komu var nánast alltaf farin Mílan úti sem að var að skila sér vel fyrir nemendur. Nemendur voru farnir að sakna verkgreinanna töluvert í lok ástandsins sem og samskipta við hvorn annan og alla kennarana í skólanum sem þeir fengu ekki að hitta.

Leikskóladeildinni var skipta í tvennt og þar komu nemendur annan hvern dag. Minni hópar á leikskólanum skiluðu sér vel í gæða starfi með nemendum.

Fræðslunefnd þakkar kennurum og stjórnendum fyrir vel unnin störf í gegnum Covid-19 ástanið. Allir lögðu sig vel fram í þessu verkefni og eiga mikið hrós skilið.

4.  Skóladagatal.

Farið var yfir drög að skóladagatali. Gerðar voru nokkrar breytingar sem verða lagaðar fyrir starfsfólk aftur. Dagatalið verður lagt endanlega fyrir á næsta fundi.

5.  Niðurstaðan úr Skólapúlsinum og umbótaáætlun.

Skólastjórnendur kynntu niðurstöður skólapúlsins og umbótaáætlun í tengslum við þær.

6.  Næsti fundur.

Mánudaginn 8. júní klukkan 8:15 til 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?