Fara í efni

Skólanefnd

94. fundur 20. september 2021 kl. 14:00 - 15:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen fulltrúi grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri - boðar forföll
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason

1.  Staða mála í skólanum.

Jóna Björg fer yfir þau verkefni sem eru í gangi í skólanum þennan veturinn. Þar á meðal flæði í leikskólanum, Orð af orði heldur áfram, samfara því hefur verið unnið með læsi almennt.
Óvænt veikindi hafa verið í skólanum. Brugðist hefur verið við því með því að færa til mannskap innanhús. Allir hafa staðið sig vel í því verkefni.  Erfiðlega hefur gengið að fá undanþágu frá undanþágunefnd þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar í Dagskránni og á vef sveitarfélagsins.

2.  Starfsáætlun skólans lögð fram.

Starfsáætlun skólans fyrir starfsárið 2021-2022 lögð fram. Áætlunin er vel unnin og nákvæm.  Starfsáætlun er samþykkt samhljóða.

3.  Skólastefna sveitarfélagsins.

Skólastefna sveitarfélagsins lögð fyrir og samþykkt nú þegar hún er komin í lokaútgáfu.

4.  Fundargerð skólaráðs.

Fundargerð skólaráðs frá 14. september lögð fyrir.  

5.  Skólaþing sveitarfélaga.

Skólaþingið kynnt. Fulltrúar sem eru að fara á þingið láta sveitarstjóra vita sem mun skrá fulltrúa.

6.  Breytingar á Stóru upplestrarkeppninni.

Stjórn Radda sendi bréf vegna breytinga á Stóru upplestrarkeppninni. Raddir eru að hætta með keppnina og leggja hana inn hjá skólunum og sveitarfélögunum. Skólastjóri fer fyrir málinu í samstarfi við aðra nágrannaskóla.

7.  Fundartímar í vetur.

Næstu fundir verða þriðjudagana 19. október klukkan 14:30 og þann 23. nóvember klukkan 14:30.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?