Fara í efni

Skólanefnd

1. fundur 13. september 2022 kl. 14:15 - 15:17 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Anna Steinarsdóttir aðstoðarskólastjóri
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Kosning varaformanns og ritara nefndar
Guðrún Helga Jóhannsdóttir bauð kost á sér í bæði embætti og var það samþykkt samhljóða.
2. Hlutverk Skólanefndar, kynning á nefndarfólki og fyrsta umræða um erindisbréf
Gamalt erindisbréf lagt fram og rætt. Erindisbréf verður uppfært.
Bent var á siðareglur Gogg sem nefndin starfar samkvæmt.
3. Fundatímar Skólanefndar
Næstu fundartímar skólanefndar voru ákveðnir 4. október 2022, 8. nóvember 2022 og 6. desember 2022.
4. Yfirlit yfir stöðuna í skólanum í upphafi skólaárs
Staðan í skólanum er mjög góð og nemendur og kennarar koma vel undan sumri. Búið að ráða í flestar stöður og við skólann starfa áhugasamir og góðir kennarar.
Ytra mat hefur nýlega farið fram á leikskóladeild Kerhólsskóla og búist er við lokaniðurstöðu þess eftir um þrjá mánuði.
Sagt var frá góðu gengi smiðjuhelga sem verða í ár í samstarfi við Reykholt, Laugarvatn og Flúðir.
5. Erindi frá leikskóladeild
Leikskóladeild sendi skólanefnd erindi þess efnis að leikskólinn verði lokaður á milli jóla og nýárs 2022. Umræða fór fram um erindið og ákveðið var að kanna vilja foreldra um málið og taka það svo upp aftur á næsta fundi nefndar.
6. Til kynningar: Íslenska æskulýðsrannsóknin
Lagt fram til kynningar.
7. Til kynningar: Erindi frá Landvernd varðandi Náttúruskólann að Alviðru.
Lagt fram til kynningar.


Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 15:17.

Getum við bætt efni síðunnar?