Fara í efni

Skólanefnd

5. fundur 12. janúar 2023 kl. 14:15 - 15:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Emilía R. Gilbertsdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Umbótaáætlun vegna ytramats leikskóladeildar (drög í viðhengi)
Drög að umbótaáætlun ytramats leikskóladeildar lögð fram til umræðu, verður afgreidd frá skólanefnd á næsta fundi. Beðið er staðfestingar á dagsetningum á framkvæmdum frá sveitarstjóra.
Skil á umbótaáætlun til Menntamálastofnunar er í lok febrúar.
2. Starfsmannamál
Mannekla er í Kerhólsskóla, það vantar tæplega tvo starfsmenn í leikskólann og má meðal annnars rekja það til skorts á húsnæði fyrir kennara. Tillaga kom frá Önnu Margréti Sigurðardóttir fulltrúa sveitarstjórnar að koma upp húsnæði fyrir starfsfólk leikskóla og skóla. Skólanefnd tekur undir tillöguna og skorar á sveitarstjórn að skoða mögulegar lausnir á málinu sem allra fyrst.
3. Skólaþing
Tillaga um að halda skólaþing lögð fram. Skólaþing myndi ræða reynsluna af samreknum leik- og grunnskóla og fara yfir yfirstjórn og skipurit skólans. Skólanefnd samþykkir að halda skólaþing og óskar eftir að funda þann 24. janúar kl. 14:30 með sveitarstjórn og varafulltrúum sveitarstjórnar að undirbúningi skólaþings.
4. Erindi frá ADHD samtökunum (sjá viðhengi)
Erindi frá ADHD samtökunum lagt fram til umræðu. Starfsfólk skólans hefur nýlega setið fræðslu um ADHD hjá sérkennara skólans. Skólastjóri mun upplýsa starfsfólk skólans um þau námskeið sem ADHD býður upp á og gefa starfsfólki kost á að sækja námskeið ADHD.
5. Önnur mál
Tillaga var lögð fram um að skoða hvort ástæða sé til að hafa gæslu í skólabíl.
Smiðjudagar verða haldnir í Kerhólsskóla 9.-10. febrúar þegar c.a. 120 unglingar koma saman.
Fulltrúi foreldra kom á framfæri ósætti foreldra við skerðingu á opnunartíma leikskólans í kringum jólin. Opið var frá klukkan 9 til 15, þrjá daga fyrir jól og milli jóla og nýárs.


Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 7. febrúar 2023, kl.14:15-16:00.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:25.

Getum við bætt efni síðunnar?