Fara í efni

Skólanefnd

12. fundur 26. september 2023 kl. 14:15 - 15:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar Anna Margrét Sigurðardóttir
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri boðaði forföll
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Sigrún Hreiðarsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason.

1. Starfsáætlun Kerhólsskóla
Farið var yfir Starfsáætlun Kerhólsskóla. Rætt var um skipulag skólasálfræðinga hjá Skólaþjónustu Árnesþings. Fulltrúar skólans fara yfir stöðuna en núna eru sálfræðingar í verktöku hjá skólaþjónustunni. Þau munu uppfæra þessar upplýsingar í samræmi við upplýsingar frá skólaþjónustunni. Rætt var um þjónustu talmeinafræðinga hjá skólaþjónustunni. Mikilvægt er að þessi þjónusta sé fyrir hendi og aðgengi ekki skert.
Rætt um tímafjölda í stundaskrá. Allir sammála um að aukin tími í íþróttum sé mikilvægur en að huga þurfi að því að ná yfir allt efnið sem lagt er fyrir.
Starfsáætlun er staðfest og verður send sveitarstjórn.
2. Fundargerð Skólaráðs
Lögð fram til kynningar.
3. Skýrsla um innramat Kerhólsskóla
Innramatsskýrsla tekin fyrir. Kallað er eftir skýrslu fyrir innramatsáætlun síðasta skólaárs og niðurstöðum af þeirri vinnu. Einnig er óskað eftir nánari útlistun á áhersluatriðum þessa skólaárs.
4. Breytingar á aðalnámskrá leikskóla – umræða um fund á vegum ráðuneytisins
Tveir nefndarmenn (Sigríður og Pétur) sóttu þann fund sem að staðfesti vel þau verkefni sem að leikskóladeild hefur verið í undanfarin ár.
Einnig var rætt um eiturefni í leiktækjum og húsgöngum. Sú umræða er þörf og mikilvægt að huga vel að þessum þáttum, stjórnendum falið að skoða þessi mál betur og kynna fyrir skólanefnd á næsta fundi.
5. Erindi frá foreldrum varðandi gervigrasvöllinn
Foreldrar óska eftir því að gervigrasi á vellinum verði skipt út fyrir gras sem að er ekki með kurli og uppfylli heilbrigðiskröfur.
Skólanefnd styður þær hugmyndir og leggur til við sveitarstjórn að ganga í það verkefni. Bent er á áætlun frá Umhverfis og auðlindaráðuneytinu frá árinu 2017. En þar er gert ráð fyrir að búið sé að klára endurnýjun á öllum völlum fyrir árið 2026.
6. Rýmisúttekt á skólahúsnæði
Formaður hefur verið í sambandi við Ósk Soffíu hjá Reykjavíkurborg sem ætlar að aðstoða við að finna ráðgjafa í verkefnið. Formaður fylgir eftir þessu verkefni.
7. Skólaþing
Kennarar vilja gjarnan fá betra samtal um tilgang skólaþings. Rætt um að það sé mikilvægt að samfélagið hafi tækifæri til að ræða skólamál í víðu samhengi. Meðal annars mætti ræða skólastefnuna og ný farsældarlög. Rætt um að skipuleggja þennan fund vel og reyna að ná góðri þátttöku.

Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 24.10.2023, kl. 14:15.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:30

Getum við bætt efni síðunnar?