Skólanefnd
1. Skólaþing
Formaður leggur til að skólaþingi verði frestað ótímabundið vegna veikinda hjá stjórnendum. Lagt er til að þinginu verði fresta fram á næsta skólaár og að það verði haldið fyrir áramót t.d. í október. Undirbúningur fyrir þingið getur þá hafist með vorinu. Nefndin samþykkir þessa tillögu.
2. Barnaþing umboðsmanns barna
Umboðsmaður barna sendir erindi og óskar eftir því að sveitarfélagið styðji þau börn sem að þurfa á því að halda til þess að sækja þingið. Nefndinni er ekki kunnugt um að neinn nemandi í skólanum hafi fengið boð, en valið er með slembiúrtaki. Ef einhverjir nemendur hafa verið valdir hvetur nefndin til þess að þeim sé veittur stuðningur af sveitarfélaginu eins og þarf.
3. Fjárhagsáætlun
Farið yfir þá verkþætti sem settir hafa verið fram sem sérstök verkefni. Áætlun lítur vel út og nefndin tekur undir þá verkþætti sem þar birtast. Fjárhagsáætlunin er í þar til gerðu eyðublaði frá sveitarstjóra og send með fundargerðinni.
4. Önnur mál
b) Formaður hefur verið í sambandi við sérfræðing hjá Reykjavíkurborg vegna skoðunar á húsnæðismálum og aðstæðum. Hún mælti með því að farið yrði vel yfir þessi mál innanhúss áður en farið yrði í vinnu við sérfræðinga. Eins og er er aðstaðan nokkuð góð og flestir sáttir. Mikilvægt er að undirbúa mögulega fjölgun í skólanum samfara fleiri íbúðum á svæðinu og í sveitarfélaginu.
c) Rætt um slökunarrými fyrir nemendur. Huga þarf betur að því. Ýmsir möguleikar ræddir í því samhengi. Stjórnendum falið að skoða þetta betur.
d) næsti fundur verður þriðjudaginn 21. nóvember klukkan 14:15.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 18:00