Fara í efni

Skólanefnd

14. fundur 21. nóvember 2023 kl. 14:15 - 15:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Sigrún Hreiðarsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason.

1. Skólalóðin
Ragnar Guðmundsson kemur og kynnir hugmyndir um endurbætur á skólalóðinni. Frumhönnun hefur verið unnin og stefnt er á að hefja deilihönnun í janúar. Óskað er eftir því að nefndin komi með sínar hugmyndir að leiktækjum og öðru sem skiptir máli fyrir verkefnið í desember. Nefndin leggur til að stjórnendur ræði við nemendur um þeirra hugmyndir fyrir næsta fund.
2. Gjaldskrá leikskóla
Gjaldskrá var síðast breytt í heild sinni árið 2020. Hún hefur síðan tekið hóflegum hækkunum síðan þá hvert ár. Í dag er boðið upp á val um 4-8 tíma í vistun.
Það er markmið nefndarinnar að verðskráin hvetji til styttri dvalartíma barna í leikskólanum.
Formaður leggur til eftirfarandi gjaldskrárbreytingar:
Vistun til 14:00 5.000 Vistun til 14:30 14.000
Vistun til 15:00 15.500
Vistun til 15:30 17.700
Vistun til 16:00 19.700
Samfara þessu er tekin út sá möguleiki að 3 eða fleiri geti fengið lengdan opnunartíma (korteri fyrir og korteri eftir). Ekkert barn er í lengri vistun en 8 tímar og ekki hefur verið óskað eftir því í töluverðan tíma.
Nefndin samþykkir samhljóma að leggja þessar breytingar til við sveitarstjórn.
3. Erindi frá starfsfólki Leikskólans
Starfsfólk leikskólans sendi erindi á nefndina þar sem að óskað var eftir því að skóladagatöl leik og grunnskóla yrðu samræmd til að bregðast við erfiðleikum vegna styttingar vinnuvikunnar og annarra þátta. Eftir nokkra umræðu var óskað eftir því að stjórnendur tækju saman sviðsmyndir fyrir næsta fund til að nefndin fengi betri yfirsýn yfir vandamálið og mögulegar lausnir. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Nefndin leggur til að fyrirkomulag um opnun leikskólans milli jóla og nýárs verði með sama hætti og undanfarið. Foreldrum verður áfram boðið upp á að fella niður leikskólagjöld á tímabilinu gegn því að skrá barn í frí á milli jóla og nýárs. Lágmarksfjöldi skráðra barna í leikskólanum á milli jóla og nýárs skal vera þrjú til að skólinn haldist opinn.
4. Hamfarir í Grindavík
Spurt er um það hvort fyrirspurnir hafi komið vegna nemanda frá Grindavík. Ekki er ljóst hversu mörg börn eru í sveitarfélaginu nú þegar. Von er á tveimur börnum á morgun og búið er að hafa samband vegna tveggja annarra.
5. Næsti fundur
Lagt er til að fundur verði 11. Desember klukkan 14:15

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 15:30

Getum við bætt efni síðunnar?