Fara í efni

Skólanefnd

15. fundur 19. desember 2023 kl. 14:15 - 15:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Sigrún Hreiðarsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason.

1. Ritrýnd grein um Flæði í Kerhólsskóla
Skólanefnd hvetur alla til að lesa ritrýnda grein þeirra Ingibjargar Óskar Sigurðardóttur, Emilíu Lilju Rakelar Gilbertsdóttur og Sigríðar Þorbjörnsdóttur um innleiðingu Flæðis í leikskólastarfi en hún er byggð á rannsóknum þeirra og starfi í Kerhólsskóla. Þeim er óskað til hamingju með viðurkenningarinnar á þessu frumkvöðlastarfi sem fellst í slíkri birtingu og með starfið í heild.
2. Bókun sveitarstjórnar og gjaldskrá
Í framhaldi af tillögu skólanefndar og umræðum á síðast fundi hefur sveitarstjórn ákveðið að opið verði í fríum í leikskólanum eins og undanfarið. Það verður þó í boði að skrá nemendur í frí og fá niðurfeld leikskólagjöld fyrir þá daga. Þetta á við um jóla, páska og vetrarfrí.
Sveitarstjórn ákvað jafnframt að hækka leikskólagjöld um 6% flatt á alla gjaldskránna. Fæði er áfram án gjalds. Leikskólagjöld eru enn með þeim lægstu á landinu.
Skoða má skráningu í frí fyrr á önninni t.d. í upphafi annar. Huga þarf að því fyrir næsta skólaár. Skólanefnd hvetur til þess að umræða um barnvænt samfélag og vinnudag leiks og grunnskólabarna fari fram á nýju ári.
3. Hönnun skólalóðar
Skólanefnd fékk það verkefni á síðast fundi að taka saman hugmyndir um leiktæki. Stjórnendur fóru með það verkefni til nemenda og kennara. Eftirfarandi hugmyndir fengu flest atkvæði.
Körfuróla, klifurpíramída (köngulóavefur), gagavöllur/pannavöllur og kastali. Mestur samhljómur var um körfurólu og klifurpíramída. Einnig var óskað eftir betra undirlagi fyrir körfuboltavöll og skýli yfir grillsvæði. Einnig var óskað eftir því að á lóðina kæmi lokuð rennibraut. Æskilegt er að kastali ef að slíkt verður valið henti eldri nemendum.
4. Önnur mál
Gríðarlega mikilvægt er að standa vörð um þá félagslega þjónustu sem að skólasamfélagið fær. Sú þjónusta skiptir miklu máli, ekki hvað síst fyrir nemendur og fjölskyldur sem þurfa á slíku að halda. Samfella í slíkri þjónustu er lykilatriði og einnig þétt samstarf milli fagaðila innan og utan skólasamfélagsins. Skólastjórnendur eru afar ánægðir með sálfræðing skólaþjónustunnar. Mikilvægt er að fylgja vel eftir þeirri uppbyggingu sem stendur yfir í skólaþjónustu Árnesþings með stuðningi frá sveitarstjórnum sem að verkefninu standa.
5. Næsti fundur skólanefndar er 23. Janúar klukkan 14:15

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 15:30

Getum við bætt efni síðunnar?