Fara í efni

Skólanefnd

25. fundur 14. janúar 2025 kl. 14:15 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigrún Hreiðarsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir deildarstjóri grunnskóla
  • Ragna Björnsdóttir fulltrúi kennara
Framtíðarsýn Félagsheimilisins Borgar. Húsnefnd ræddi framtíðarmöguleika félagsheimilisins Borgar, þar á meðal notkun húsnæðisins, ástand þess og aðra þætti. Samþykkt var að halda hreinsunardag þriðjudaginn 10. júní nk. kl. 14:00 með þátttöku allra aðil

1. Skóladagatal
Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingu á skóladagatali leikskóladeildar. Starfsdagur í
leikskóladeild sem átti að vera 10. mars var færður til 19. febrúar vegna verkefnisins um
snemmtæka íhlutun.
2. Yfirlit yfir skólastarfið
Skólastjóri fór yfir stöðuna í skólanum í upphafi nýs ár. Starfið gengur vel og andi er
góður bæði meðal starfsfólks og nemenda.
Verið er að endurnýja heimasíðu skólans. Áætlað er að taka við nýjum Grænfána á
vordögum í sjötta sinn og komið er að því að skólanámskrá verði uppfærð en gildandi
skólanámsskrá er fyrir árin 2020-2025.
Fjöldi nemenda í Kerhólsskóla í upphafi árs er 84: 26 nemendur í leikskóla og 58 í
grunnskóla.
Skipulagi leikskóla hefur verið breytt, leikskólanum er nú skipt í hópa og hópstjóri yfir
hverjum aldri, alls þrír hópstjórar. Breytingin er mjög jákvæð.
Einnig var rætt um að taka upp umræðu um skólastyrk til starfsmanna skólans.
3. Eineltisáætlun
Eineltisáætlun skólans var yfirfarin og samþykkt með breytingu á orðalagi.
4. Skólaþingið
Fundur nr. 25– 14.01.2025
Skólanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps
Skólaþing verður haldið þann 27. febrúar 2025 kl. 18:00, og vinna við undirbúning þess
er í fullum gangi. Markmið þingsins er að veita upplýsingar um stöðu skólastarfs í
sveitarfélaginu og fá ábendingar og tillögur frá íbúum um áherslur í skólamálum.
Áður en skólaþingið fer fram verður haldið nemendaþing þar sem markmiðið er að safna
hugmyndum og sjónarmiðum nemenda varðandi áherslur í næstu skólastefnu
sveitarfélagsins.
5. Fundatímar skólanefndar frá febrúar til júní
• 11. febrúar
• 4. mars
• 8. apríl
• 6. maí
6. Önnur mál
Sem heilsueflandi samfélag, var ræddur sá möguleiki að starfsfólk sveitarfélagsins fengi
frítt árskort í sund og líkamsrækt

Getum við bætt efni þessarar síðu?