Skólanefnd
1. Móttökuáætlanir
Endurskoðaðar móttökuáætlanir skólans voru lagðar fram til samþykktar.
Áætlanirnar voru samþykktar samhljóða.
2. Starfsskrá frístundastarfs
Starfsskrá frístundastarfs lögð fram til kynningar.
3. Reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla
Uppfærðar reglur um frístundaheimili lagðar fram til samþykktar.
Reglurnar samþykktar en lögð er til hækkun á afslætti fyrir einstæða foreldra úr 20% í 40% til samræmis við afslátt fyrir foreldra í námi. Samþykkt samhljóða.
4. Skólaþing
Guðrún Ása sagði frá nemendaþingi sem haldið var í Kerhólsskóla á dögunum. Nemendur komu með mikið af góðum hugmyndum fyrir vinnu næstu skólastefnu sveitarfélagsins sem verða notaðar sem grunnur fyrir umræður og vinnu á skólaþingi.
Drög að dagskrá skólaþings voru lögð fram, rædd og samþykkt.
5. Önnur mál
Rædd var stofnun vinnuhóps varðandi framtíðarskólahúsnæði Kerhólsskóla, hvernig núverandi húsnæði sveitarfélagsins verður notað eftir að viðbygging verður tekin í notkun og skrifstofur sveitarstjórnar fluttar.
Tilkynnt var að hafin er vinna við breytingar á leikskólalóð auk þess áætlað er að stækka byggingareit skólahúsnæðis.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:28.