Fara í efni

Skólanefnd

26. fundur 11. febrúar 2025 kl. 14:15 - 15:28 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar ( í fjarveru Önnu Margrétar)
  • Sigrún Hreiðarsdóttir skólastjóri
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir deildarstjóri grunnskóla
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Bryndís Edda Eðvarðsdóttir fulltrúi foreldra
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Móttökuáætlanir

Endurskoðaðar móttökuáætlanir skólans voru lagðar fram til samþykktar.

Áætlanirnar voru samþykktar samhljóða.

2. Starfsskrá frístundastarfs

Starfsskrá frístundastarfs lögð fram til kynningar.

3. Reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla

Uppfærðar reglur um frístundaheimili lagðar fram til samþykktar.

Reglurnar samþykktar en lögð er til hækkun á afslætti fyrir einstæða foreldra úr 20% í 40% til samræmis við afslátt fyrir foreldra í námi. Samþykkt samhljóða.

4. Skólaþing

Guðrún Ása sagði frá nemendaþingi sem haldið var í Kerhólsskóla á dögunum. Nemendur komu með mikið af góðum hugmyndum fyrir vinnu næstu skólastefnu sveitarfélagsins sem verða notaðar sem grunnur fyrir umræður og vinnu á skólaþingi.

Drög að dagskrá skólaþings voru lögð fram, rædd og samþykkt.

5. Önnur mál

Rædd var stofnun vinnuhóps varðandi framtíðarskólahúsnæði Kerhólsskóla, hvernig núverandi húsnæði sveitarfélagsins verður notað eftir að viðbygging verður tekin í notkun og skrifstofur sveitarstjórnar fluttar.

Tilkynnt var að hafin er vinna við breytingar á leikskólalóð auk þess áætlað er að stækka byggingareit skólahúsnæðis.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:28.

Getum við bætt efni þessarar síðu?