Fara í efni

Skólanefnd

27. fundur 04. mars 2025 kl. 14:15 - 15:46 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Margrét fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigrún Hreiðarsdóttir skólastjóri
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir deildarstjóri grunnskóla
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Bryndís Edda Eðvarðsdóttir fulltrúi foreldra
  • Fjóla Kristinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Námsstyrkir til starfsfólks Kerhólsskóla

Drög að reglum Grímsnes- og Grafningshrepps um námsstyrki til starfsfólks Kerhólskóla lögð fram til umræðu og samþykktar.

Reglurnar voru samþykktar samhljóða.

2. Skóladagatal Kerhólsskóla 2025-2026

Skóladagatal Kerhólsskóla fyrir 2025-2026 lagt fram til kynningar og umræðu.

Ákveðið að gera könnun meðal foreldra um lengd á vetrarfríi og sumarfrístund.

Umræður um skóladagatal halda áfram á næsta fundi skólanefndar.

3. Skipun í mötuneytisnefnd

Skipun í mötuneytisnefnd Kerhólsskóla var rædd.

Ákveðið var að nefndin yrði skipuð fjórum fulltrúum: fulltrúa skólanefndar sem jafnframt er foreldri, fulltrúa skóla, fulltrúa kennara og fulltrúa nemenda.

4. Nefnd um húsnæði Kerhólsskóla

Sagt var frá ætlun sveitarstjórnar um að skipa nefnd um húsnæði Kerhólsskóla.

Samþykkt var að skipa nefndina með eftirfarandi fulltrúum:

  • Fulltrúi skólanefndar: Pétur Thomsen
  • Fulltrúar Kerhólsskóla: Sigrún Hreiðarsdóttir og Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Fulltrúi foreldra: Örvar Bjarnason
  • Einn fulltrúi sveitarstjórnar

5. Skólaþing

Umræða um skólaþing var færð til næsta fundar.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:46.

Getum við bætt efni þessarar síðu?