Skólanefnd
1. Tölulegar upplýsingar um skólann
Frestað til næsta fundar.
2. Viðbrögð við styttingu vinnuvikunnar í leikskólanum
Skólastjórnendur lögðu til nokkrar sviðsmyndir sem voru teknar fyrir og ræddar á fundi sveitarstjórnar, sveitarstjóra og skólanefndarfulltrúa. Niðurstaða þess fundar var að samþykkja þá sviðsmynd sem að gerir ráð fyrir að leikskólanum sé lokað á föstudögum klukkan 14:00, hafa 6 vikna samfellt sumarfrí og lokað milli jóla og nýárs. Að auki verða skráningardagar fyrir páskafrí og vetrarfríin bæði. Þá var samþykkt að miðað sé við 20% lágmarks hlutfall skráðra leikskólabarna til að leikskólinn sé opinn, en ekki 3 nemendur eins og nú er. Miðað er við að skráning verði lögð fyrir í haust og henni verði lokið fyrir allt skólaárið fyrir 30. september. Gjald verður áfram fellt niður fyrir þá daga sem að foreldrar nýta sér ekki.
Þessar breytingar verða skýrar á skóladagatalinu og í allri upplýsingagjöf til foreldra. Mikilvægt er að þessum upplýsingum verði miðlað tímanlega til foreldra þannig að þau geti gert ráðstafanir í tíma. Skólanefnd er mjög ánægð með þessar breytingar og vonast til þess að þetta leysi úr þeim vanda sem uppi hefur verið.
3. Skóladagatal, niðurstað úr könnun um vetrarfrí og sumarfrístund
Gerð var könnun meðal foreldra og aðstandenda um tvö stutt vetrarfrí eða eitt lengra. Niðurstöður út könnuninni eru afgerandi. 72% vilja hafa tvö vetrarfrí svo að það verður niðurstaðan áfram. Sama niðurstaða var í könnun hjá starfsfólki.
Einnig var spurt um eina eða tvær vikur í sumarfrístund að skólaslitum loknum. Niðurstöður voru einnig afgerandi, 73% sem vilja tvær vikur í sumarfrístund.
Niðurstöður könnunarinnar:
Skóladagatal grunnskóla var lagt fyrir, frístund verður lengd í tvær vikur í ágúst 2026 en að öðru leiti er skóladagatalið 2025-2026 samþykkt og því vísað til sveitarstjórnar.
Skóladagatal leikskóla 2025-2026 var samþykkt og vísað til sveitarstjórnar.
4. Bókun 589. fundar sveitarstjórnar um Reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla
Bókun sveitarstjórnar við fundargerð 26. fundar Skólanefndar kynnt:
Mál nr. 3; Reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla.
Uppfærðar reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla lagðar fram til samþykktar. Lögð er til hækkun á afslætti fyrir einstæða foreldra úr 20% í 40% til samræmis við afslátt fyrir foreldra í námi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla með breytingum sem lagðar voru til fundinum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að vísa tillögu Skólanefndar um breytingar á afslætti til einstæðra foreldra til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2026.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 9:16.