Fara í efni

Skólanefnd

30. fundur 16. september 2025 kl. 14:00 - 15:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Bryndís Eðvarðsdóttr fulltrúi foreldra
  • Fjóla Kristinsdóttir sveitarstjóri
  • Sigrún Hreiðarsdóttir skólastjóri
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Yfirlit yfir skólastarfið
Sigrún Hreiðarsdóttir skólastjóri fór yfir skólastarfið í byrjun árs, skipulag námsgreina
og hverju einstaka kennarar sinna. Haldið er áfram að þróa teymisvinnu og
teymiskennslu auk þess sem þróunarstarf með í flæði í leikskóladeild heldur áfram. Í
vetur verður í gangi stórt verkefni um samskipti og samskiptavanda frá KVAN. Góð
reynsla og ánægja er með styttri opnunartíma leikskólans á föstudögum. Verið er að
innleiða gæðakerfi sem halda á utan um allt innra mat skólans.
Komið er að uppfærslu á skólastefnu Kerhólsskóla og hefst vinna við nýja stefnu á
þessu ári.


2. Starfsáætlun grunnskólans
Starfsáætlun grunnskólans fyrir 2025-2026 var lögð fram til samþykktar. Samþykkt
samhljóða.


3. Innramatsskýrsla
Innra matsskýrsla var lögð fram til kynningar. Guðrún Ása Kristleifsdóttir deildarstjóri
grunnskóladeildar kynnti niðurstöður skýrslunnar sem kom vel út og hefur verið mótuð
umbótaáætlun til að bæta það sem bæta má.

4. Verkefnið snemmtæk íhlutun í leikskólanum
Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar sagði frá verkefninu snemmtæk
íhlutun í leikskólanum sem mikil ánægja er með. Meðal annars er verið að útbúa
handbók um snemmtæka íhlutun sem notuð verður til að þjálfa nýtt starfsfólk.
Dagný Davíðsdóttir yfirgaf fund kl. 15:15


5. Umsóknir um námsstyrki
Þrjár umsóknir um námsstyrki bárust skólanefnd, umsóknirnar fengu allar jákvæðar
umsagnir og nefndin leggur til að þær verði samþykktar.
Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 20. október 2024, kl.14:00-16:00.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?