Fara í efni

Skólanefnd

31. fundur 30. október 2025 kl. 14:00 - 15:32 Félagsheimilinu að Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Bryndís Eðvarðsdóttir fulltrúi foreldra
  • Sigrún Hreiðarsdóttir skólastjóri
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Gjaldskrá Kerhólsskóla
Gjaldskrá Kerhólsskóla var lögð fram til yfirferðar.
Mánaðargjaldið var uppfært með verðlagsreiknivél Hagstofunnar. Skólanefnd leggur til
að einfalda framsetningu verðskrár og að hún verði sett upp á eftirfarandi hátt:
Tímafjöldi vistunar á dag Mánaðargjald án
afsláttar
4 9.300
5 11.700
6 14.000
7 17.800 6 klst. á föstudögum
8 21.400 6 klst. á föstudögum
4 tíma vistun á dag er lágmarksvistun.
Hver hafin klukkustund í vistun telur sem ein klukkustund. Þannig að til dæmis ef vistun
er 4 tímar og 15 mínútur þá borgar viðkomandi gjaldið fyrir 5 tíma.
Þannig einfaldast allir útreikningar á kostnaði foreldra við vistun í leikskólanum.
Gjald fyrir skráningardaga er 2.500 krónur á hvern skráningardag.
Ef sótt er of seint í leikskóla eða frístund eða komið með barn of snemma þá kostar
hverjar byrjaðar 15 mínútur 1.000 krónur.
Hver klukkustund í frístund er á 400 krónur.
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% afsláttur
fyrir fjórða barn.
Systkinaafsláttur frístundar er samtengdur systkinaafslætti dagvistunargjalda
leikskóladeildarinnar.
20% afsláttur er í boði fyrir einstæða foreldra.
20% afsláttur er í boði ef annað foreldri er í fullu námi en 40% ef báðir foreldrar eru í
fullu námi.
Mötuneytið er gjaldfrjálst fyrir börn í Kerhólsskóla.


2. Fjárhagsáætlun fyrir 2026
Farið var yfir fjárhagsáætlunarvinnu sem er í gangi með sveitarstjóra. Stórar
framkvæmdir við skólann verða teknar fyrir í húsnæðisnefnd.


3. Breyting á skóladagatali, erindi frá Skólastjóra
Lögð var fram beiðni frá skólastjóra um að fá leyfi til að ljúka kennslu við Kerhólsskóla
klukkan 13:00 miðvikudaginn 19. nóvember 2025 vegna Háskólalestarinnar,
kennarasmiðju í Flóaskóla eftir hádegi, sem kennurum Kerhólsskóla hefur verið boðin
þátttaka í.
Beiðnin var samróma samþykkt.


4. Háskólalestin
Sagt var frá Háskólalestinni.
Fundur nr. 31 – 30.10.2025
Skólanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps


5. Skólahúsnæðið/húsnæðisnefnd
Lagt er til að myglumæla húsnæði skólans vegna kvartana frá starfsfólki og nemendum
yfir myglulykt og slæmri líðan.


6. Dagsetning næsta fundar
Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 24. nóvember 2025, kl.14:15-16:00.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:32.

Getum við bætt efni þessarar síðu?