Fara í efni

Sveitarstjórn

330. fundur 21. ágúst 2013 kl. 09:00 - 10:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júlí 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júlí 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 25. júlí 2013. 
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 25. júlí 2013 liggur frammi á fundinum.

 
3.   Fundargerðir.

a)     61. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 25. júlí 2013.

Mál nr. 2, 4, 12, 13, 14 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 61. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 25. júlí 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Frkvl. Stangarlækur 1

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar varðandi rangfærslu í bókun nefndarinnar á fundi 27. júní 2013 varðandi efnistöku í landi Stangarlækjar 1.  

Mál nr. 4: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 19. júlí 2013.

Mál nr. 12: Deiliskipulag Réttarland – Klausturhólum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnnar og frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 13: Dskbr. Ásgarður – við Skógarholt og Vesturbrúnir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar varðandi erindi Helga Jónssonar f.h. Tækja og tóla ehf, eigenda Vesturbrúnar 11 þar sem farið er fram á að breyting á deiliskipulagi við Skógarholt og Vesturbrúnir verði fellt úr gildi. Ekki er forsenda til að breyta deiliskipulagi svæðisins þar sem skipulagið hlaut lögformlegt ferli í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Mál nr. 14: Dskbr. Kerhraun_Hraunbrekka

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar um sameiningu lóða nr. 47 og 52 við Hraunbrekku innan deiliskipulags Kerhrauns og samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í dag er almennt ekki samþykkt að sameina lóðir innan frístundabyggðasvæða en í þessu tilviki hefur breytingin þegar verið kynnt án athugasemda og áður hlotið samþykki sveitarstjórnar. Nefndin mælir því með að sveitarstjórn samþykki breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem forsendur fyrri grenndarkynningar hafa ekki breyst.

Mál nr. 14: Dskbr. Kerhraun_Lóðir 33 og 36 – svæði C

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar um sameiningu lóða nr. 33 og 36, svæði C, í Kerhrauni og samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í dag er almennt ekki samþykkt að sameina lóðir innan frístundabyggðasvæða en í þessu tilviki hefur breytingin þegar verið kynnt án athugasemda og áður hlotið samþykki sveitarstjórnar. Nefndin mælir því með að sveitarstjórn samþykki breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem forsendur fyrri grenndarkynningar hafa ekki breyst.

 
b)    Fundargerð 27. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. júlí 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð 28. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 25. júlí 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
d)    Fundargerð starfshóps um skólaþjónustu, 29. júlí 2013.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
4.       Samstarf um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla.
Fyrir liggur samningur við Gerði G. Óskarsdóttur um ráðgjöf við þróun á sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla í Árnesþingi. Þau sveitarfélög sem að þessum samningi standa auk Grímsnes- og Grafningshrepps eru Flóahreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti.

 
5.       Aukaaðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.
Fulltrúar á aukaaðalfund Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn verður á Selfossi þann 23. ágúst n.k. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti og Ingvar Grétar Ingvarsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á aukaaðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson, varaoddviti og Guðmundur Ármann Pétursson til vara.

Samþykkt samhljóða.

 
6.       Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður 27. ágúst n.k. í Reykjavík. Samþykkt er að Ingvar Grétar Ingvarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða.

 
7.       Beiðni um styrk frá Íþróttasambandi lögreglumanna vegna verkefnisins „Í umferðinni“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Íþróttasambandi lögreglumanna vegna verkefnisins „Í umferðinni“. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
8.       Bréf frá Vegagerðinni um skráningu á skipulagi og framkvæmdarleyfi í námukerfi Vegagerðarinnar.
Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni, dagsett 5. júlí 2013 þar sem óskað er eftir upplýsingum umskráningu á skipulagi og framkvæmdarleyfi í námukerfi Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn vísar erindinu til Péturs Inga Haraldssonar, skipulagsfulltrúa.

 
9.       Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Ásabraut 34, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 6. ágúst 2013 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Ásabraut 34, Grímsnes- og Grafningshreppi. sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurmatið.

 
10.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Gráholtsbraut 3, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 3. júlí 2013 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Gráholtsbraut 3, Grímsnes- og Grafningshreppi. sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurmatið.

 
11.    Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Grund, Ásabraut 2-4, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Grund, Ásabraut 2-4, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
12.    Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna umsagnar að drögum að frumvarpi til breytingar á 51. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dagsett 6. ágúst 2013 vegna umsagnar að drögum að frumvarpi til breytingar á 51. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpsdrögin.

 
13.    Bréf frá Innanríksráðuneyti vegna þjónustu við hælisleitendur.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 10. júlí 2013 vegna þjónustu við hælisleitendur. Bréfið lagt fram.

  
14.    Afrit frá Steingrími Þormóðssyni hrl. af greinargerð í dómsmáli Aðalheiðar S. Axelsdóttur gegn Dróma og Sýslumanninum á Selfossi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Steingrími Þormóðssyni hrl., dagsett 27. júní 2013 vegna greinargerð í dómsmáli Aðalheiðar S. Axelsdóttur gegn Dróma og Sýslumanninum á Selfossi. Bréfið lagt fram.

 

15.    Innheimtuþjónusta.
Lögð fram gögn frá innheimtufyrirtækjunum, Motus, Momentum og Sjóð Innheimtur varðandi innheimtuþjónustu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Motus/Lögheimtan annist innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

 
16.    Rökstuðningur  vegna ráðningar skólastjóra Kerhólsskóla.
Lögð fram beiðni Gylfa Þorkelssonar um rökstuðning vegna ráðningar skólastjóra við Kerhólsskóla. Fyrir liggur svarbréf sveitarstjóra, dags. 8. ágúst 2013. Jafnframt er lagt fram bréf Gylfa Þorkelssonar, dags. 15. ágúst 2013 með athugasemdum við rökstuðningi fyrir ráðningu þar sem meðal annars fram kemur að málinu sé lokið af hans hálfu. Bréfin lögð fram.

Ingvar G. Ingvarsson óskar eftir að nöfn allra umsækjenda komi fram.

Nöfn umsækjenda:

Birna Björk Reynisdóttir

Guðrún Pétursdóttir

Gylfi Þorkelsson

Íris Reynisdóttir

Jóhanna Sævarsdóttir

Jón Einar Haraldsson Lambi

Sigmar Ólafsson

Sigurður Blöndal

 
17.    Nafnasamkeppni um hringtorgið á Biskupstungnabraut við Borg.
Nokkrar tillögur hafa borist í nafnasamkeppni um hringtorgið á Biskupstungnabraut við Borg. Sveitarstjórn vísar erindinu til samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps til umsagnar.

 
18.    Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að næstu fundir sveitarstjórnar verði mánudaginn 2. september kl. 9:00 og fimmtudaginn 19. september kl. 9:00.

 

  
Til kynningar
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 151. stjórnarfundar 08.08 2013.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  227. stjórnarfundar 26.06 2013.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 807. stjórnarfundar, 28.06 2013.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2012, kynning á starfseminni.
-liggur frammi í fundinum-.
Velferð, málgagn og fréttabréf Hjartaheilla 1. tbl. 25. árg. 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Ársrit Skógræktar ríkisins 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Hvati, tímarit Íþróttasambands fatlaðra 1. tbl. 23. árg. 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:50

 

Getum við bætt efni síðunnar?