Fara í efni

Sveitarstjórn

331. fundur 02. september 2013 kl. 09:00 - 10:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Harðar Óla Guðmundssonar
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. ágúst 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. ágúst 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     62. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 22. ágúst 2013.

Mál nr. 6, 7, 18, 19, 20, 21, 22 og 34 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 62. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 22. ágúst 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 6: Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 21. ágúst 2013.

Mál nr. 7: LB_Nesjar lnr. 170893 (Hestvíkurvegur nr. 5)

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytta afmörkun, stærð og heiti á lóð með lnr. 170893 með fyrirvara um samþykki umráðanda aðliggjandi lóða.

Mál nr. 18: Ásgarður_Sogsbakki – öryggishlið

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að setta verði upp símahlið á aðkomuveg að frístundabyggð við Fljótsbakka í samræmi við erindi Ólafs Hermannssonar dags. 27. júní 2013.

Mál nr. 19: Deiliskipulag Réttarland – Klausturhólum

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa breytta tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Réttarland skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 20: Hlauphólar – deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Stóru-Borgar

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir auglýsta tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Hlauphólar, með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem skipulagsfulltrúi hefur óskað eftir.

 

 
Mál nr. 21: Kæra til ÚUA_dskbr. Ásgarður – Skógarholt og Vesturbrúnir

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að senda upplýsingar um málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar í landi Ásgarðs til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Mál nr. 22: Reykjalundur - deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu um gildistöku breytingar á deiliskipulagi Reykjaness – Reykjalundar í B-deild Stjórnartíðinda. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á þann veg að skilgreina svæði í landi Reykjaness sem svæði fyrir frístundabyggð til samræmis við gildandi deiliskipulag og á sama hátt og var í fyrra aðalskipulagi. Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg þar sem svo virðist sem mistök hafi átt sér stað við endurskoðun aðalskipulagsins.

Mál nr. 34: Breyting á skipulagslögum, ósk um umsögn

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar á tillögu að breytingu á skipulagslögum. Tekið er undir athugasemd um að nauðsynlegt sé að koma á fót svæðisskipulagsnefnd fyrir Miðhálaendið að nýju þar til landsskipulagsstefna hefur tekið gildi.

 
b)    Fundargerð 9. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 30. ágúst 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
3.       Tölvupóstur frá Berki Brynjarssyni  um lagningu á röri fyrir ljósleiðara.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Berki Brynjarssyni þar sem fram kemur að verið sé að leggja háspennustreng í jörð frá Seli, að Svínavatni og áfram að Laugarvatni. Sveitarfélaginu býðst að leggja rör fyrir ljósleiðara í sömu plægingu og mun hlutur Grímsnes- og Grafninghrepps vera um 6,5 milljónir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja rörið og felur Berki Brynjarssyni að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins. Gert verður ráð fyrir fjármögnuninni í viðauka við fjárhagsáætlun ársins.

 
4.       Erindi frá Jóni Péturssyni vegna búfjár í sumarhúsahverfum í vesturhluta Grímsnes.
Fyrir liggur að umrætt svæði verði smalað í þessari viku. Nauðsynlegt er að leita framtíðarlausna í girðingarmálum á svæðinu. Sveitarstjóra falið að boða til fundar með hagsmunaaðilum.

 
5.       Lánasamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Fyrir liggur lánasamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til að fjármagna endurkaup eigna sveitarfélagsins frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 730.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna endurkaup eigna sveitarfélagsins frá Fasteign ehf., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er sveitarstjóra, Ingibjörgu Harðardóttur kt: 020371-4639, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Samþykkt samhljóða.

 
6.       Beiðni um styrk frá Hagsmunasamtökum heimilianna.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hagsmunasamtökum heimilanna, dagsettur 19. ágúst 2013 þar sem óskað eftir styrk vegna kostnaðar til málsókna. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
7.       Afrit af bréfi frá Vegagerðinni til eigenda Efri-Brúar þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Efri-Brúarvegar af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni til eigenda Efri-Brúar þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Efri-Brúarvegar af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við það að vegurinn sé tekinn af vegaskrá, enda hluti eigna í söluferli.

 
8.       Nýjir varamenn í sveitarstjórn.
Fyrir liggur að varamenn sveitarstjórnar, þeir Sverrir Sigurjónsson C-lista og Sigurður Karl Jónsson K-lista eru fluttir úr sveitarfélaginu. Sveitarstjórn óskar eftir að kjörstjórn útbúi kjörbréf fyrir nýja varamenn, þá Halldór Bjarna Maríasson C-lista og Bjarna Þorkelsson K-lista.

 
9.       Skipan fulltrúa og varafulltrúa í æskulýðs- og menningarmálanefnd.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi C-lista og formaður æskulýðs- og menningarmálanefndar, Sverrir Sigurjónsson, er fluttur úr sveitarfélaginu. Fulltrúar C-lista tilnefna Jón Þorkel Jóhannsson sem formann æskulýðs- og menningarmálanefndar út kjörtímabilið 2010-2014. Einnig er varafulltrúi K-lista í æskulýðs- og menningarmálanefnd, Sigurður Karl Jónsson fluttur úr sveitarfélaginu. Fulltrúar K-lista tilnefna Ingvar Grétar Ingvarsson sem varafulltrúa sinn í æskulýðs- og menningarmálanefnd út kjörtímabilið 2010-2014.

 
10.    Skipan varafulltrúa í kjörstjórn.
Fyrir liggur að varafulltrúi K-lista í kjörstjórn, Birna Guðrún Jónsdóttir er flutt úr sveitarfélaginu. Fulltrúar K-lista tilnefna Kristínu Konráðsdóttur sem varafulltrúa sinn í kjörstjórn út kjörtímabilið 2010-2014.

 
11.    Skipan varafulltrúa í fjallskilanefnd.
Fyrir liggur að varafulltrúi C-lista í fjallskilanefnd, Sverrir Sigurjónsson er fluttur úr sveitarfélaginu. Fulltrúar C-lista tilnefna Guðna Reyni Þorbjörnsson sem varafulltrúa sinn í fjallskilanefnd út kjörtímabilið 2010-2014.

 
12.    Skipan varafulltrúa í fræðslunefnd.
Fyrir liggur að varafulltrúi C-lista í fræðslunefnd, Sverrir Sigurjónsson er fluttur úr sveitarfélaginu. Fulltrúar C-lista tilnefna Birgi Léó Ólafsson sem varafulltrúa sinn í fræðslunefnd út kjörtímabilið 2010-2014.

 

  
Til kynningar
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 152. stjórnarfundar 23.08 2013.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 153. stjórnarfundar 28.08 2013.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð aukaaðalfundar 23.08 2013.
SASS.  Fundargerð  468. stjórnarfundar 16.08 2013.
Ársskýrsla RARIK 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:20

 

Getum við bætt efni síðunnar?