Fara í efni

Sveitarstjórn

335. fundur 06. nóvember 2013 kl. 09:00 - 11:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarssonar
  • Ágúst Gunnarsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. október 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. október 2013 liggur frammi á fundinum.

 
Fundargerðir.

a)     64. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 30. október 2013.

Mál nr. 7, 9, 13, 18, 19, 20, 21, 22, 23 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 64. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 30. október 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 7: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 29. október 2013.

Mál nr. 9: Sel 1 lnr. 168275 og Sel 2 lnr. 168276 - vegna lóðar 218944

Skipulagsfulltrúa er falið að leita nánari upplýsingu um málið hjá eigendum Sels 1, Sels 2 og lóðarinnar Sel 1 lóð 2.

Mál nr. 13: Skyggnisbraut 2 B

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og gerir ekki athugasemdir við stækkun sumarhússins en bendir á að ekki verði veitt jákvæð umsögn um rekstrarleyfi fyrir gistihúsi þar sem það er í ósamræmi við skipulag svæðisins.

Mál nr. 18: Askbr. Öndverðarnes - 14 ha frístundahúsasvæði

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytinguna. Sveitarstjórn telur hana minniháttar frávik frá fyrri samþykkt um auglýsingu og felur skipulagsfulltrúa að senda breytinguna að nýju til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en hún verður auglýst.

Mál nr. 19: Deiliskipulag Réttarland – Klausturhólum

Lagt fram minnisblað Birgis Leó Ólafssonar, dags. 1. október 2013 þar sem rökstudd er sú ákvörðun að gera ekki ráð fyrir sameiginlegri fráveitu á svæðinu eins og Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggja viðbrögð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands við fyrirliggjandi minnisblaði.

Mál nr. 21: Dsk Stærribær_Grófarhöfði

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið með fyrirliggjandi breytingum. Skipulagsfulltrúa falið að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 21: DSK Öndverðarnesi - Hlíðarhólsbraut

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

Mál nr. 22: Dskbr. Snæfoksstaðir - skilm.breyting

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum Rauðhólahverfis.

Mál nr. 23: Dskbr. Þórisstaðir - Lyngmói 1 (áður 42) og 1a

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem fyrir liggja yfirlýsingar frá eigendum aðliggjandi lóðar og formanni sumarhúsafélagsins um að ekki er gerð athugasemd við staðsetningu spennistöðvarinnar. Leyfi Vegagerðarinnar þarf einnig að liggja fyrir.

Mál nr. 24: Hlauphólar - deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Stóru-Borgar

Lagt fram minnisblað Birgis Leó Ólafssonar, dags. 1. október 2013 þar sem rökstudd er sú ákvörðun að gera ekki ráð fyrir sameiginlegri fráveitu á svæðinu eins og Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggja viðbrögð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands við fyrirliggjandi minnisblaði um fráveitur.

 
b)    Fundargerð 7. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 1. nóvember 2013.
Fundargerðin lögð fram þar sem nefndin leggur til að sveitarstjórn velji eitt af fimm eftirtöldum nöfnum á hringtorgið á Borg: Borgartorg, Ljósatorg, Grímstorg, Miðtorg og Biskupstorg. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hringtorgið muni kallast Grímstorg. Fundargerðin staðfest.

 
Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna endurnýjunar á rekstarleyfi fyrir Félagsheimilið Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurnýjun á rekstrarleyfinu.

 
Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2014 frá Samtökum um kvennaathvarf.
Fyrir liggur beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2014 fá Samtökum um kvennaathvarf að fjárhæð 100.000 kr.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

 
Beiðni Stígamóta um fjárstyrk fyrir árið 2014.
Fyrir liggur beiðni Stígamóta um fjárstyrk fyrir árið 2014.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
Beiðni um styrk frá Kammerkór Suðurlands.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Kammerkór Suðurlands vegna tónleika kórsins í dómkirkju í Southwark í Lundúnum þann 15. nóvember n.k. Styrkbeiðnin er í formi auglýsingar í efnisskrá. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
Bréf frá Brunavörnum Árnessýslu þar sem óskað er eftir heimild til lántöku vegna fasteignakaupa.
Fyrir liggur bréf frá Brunavörnum Árnessýslu, dagsett 22. október 2013 þar sem óskað er heimild sveitarfélagsins til lántöku vegna kaupa á húsnæðinu að Árvegi 1 á Selfossi. Óskað eftir frekari gögnum sem ekki hafa borist og frestar sveitarstjórn afgreiðslu málsins þar til gögnin liggja fyrir.

 
Gjaldskrá Brunavarna Árnessýslu.
Fyrir liggur gjaldskrá Brunavarna Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

 
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem greint er frá fjárhagslegum viðmiðum nefndarinnar og einnig er óskað eftir upplýsingum með hvaða hætti sveitarstjórn hagi fjármálastjórn sveitarfélagsins og eftirliti með því.
Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 23. október 2013 þar sem greint er frá fjárhagslegum viðmiðum nefndarinnar og einnig er óskað eftir upplýsingum með hvaða hætti sveitarstjórn hagi fjármálastjórn sveitarfélagsins og eftirliti með því. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara eftirlitsnefndinni.

 
Erindi frá skipulagsfulltrúa, Pétri Inga Haraldssyni þar sem óskað er eftir athugasemdum við lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags fyrir jörðina Skálholt í Bláskógabyggð.
Á fundi sveitarstjórnar þann 16. október s.l. var frestað erindi frá Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa þar sem óskað var eftir athugasemdum sveitarfélagsins við lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags fyrir jörðina Skálholt í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn bendir á að ekki sé fjallað um landbúnað á bújörðinni Skálholti og hvetur til þess að tekið verði tillit til búrekstrar við gerð deiliskipulagsins.

 
Kerfisáætlun Landsnets 2014 – 2023, matslýsing áætlunar.
Fyrir liggur kynning á matslýsingu kerfisáætlunar Landsnets 2014 – 2023. Lagt fram til kynningar og vísað til vinnu við svæðaskipulagsgerð.

 
Hitaveita Bjarkarborga.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni vegna kaupa eða yfirtöku Grímsnes- og Grafningshrepps Hitaveitu Bjarkarborga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Berki Brynjarssyni að ganga til samninga við Hitaveitu Bjarkarborga um yfirtöku.

 
Drög að fjárhagsáætlun 2014-2017, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjár­hags­árið 2014 og fyrir árin 2015, 2016 og 2017 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.  Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.

 

 

 Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  230. stjórnarfundar 10.10 2013.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  231. stjórnarfundar 23.10 2013.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 155. stjórnarfundar 01.10 2013.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 156. stjórnarfundar 23.10 2013.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 157. stjórnarfundar 30.10 2013.
SASS.  Fundargerð  470. stjórnarfundar 07.10 2013.
SASS.  Fundargerð  471. stjórnarfundar 17.10 2013.
SASS.  Fundargerð  472. stjórnarfundar 23.10 2013.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 809. stjórnarfundar, 25.10 2013.
Bréf frá Landssamtökum Þroskahjálpar, dagsett 17. október 2013 með ályktunum sem samþykktar voru á landsþingi samtakanna þann 11. og 12. október 2013.
Bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, dagsett 16. október 2013  um dag gegn einelti þann 8. nóvember n.k.
Bréf frá Mennta- og menningarráðuneyti, dagsett 9. október 2013 um dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k.
Rauði borðinn, tímarit HIV á Íslandi, 35. tbl. 24. árg. 2013.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:10

Getum við bætt efni síðunnar?