Fara í efni

Sveitarstjórn

342. fundur 05. mars 2014 kl. 09:00 - 11:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. febrúar 2014.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. febrúar 2014 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerð 68. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 20. febrúar 2014.

Mál nr. 4, 5, 10, 11, 12 og 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 68. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 20. febrúar 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 4: Frkvl. Stangarlækjarnáma 1 í landi Stangarhyls

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggja ítarlegri gögn um fyrirhugaða efnistöku og tímasetta áætlun um frágang á eldri hluta námunnar.

Mál nr. 5: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 19. febrúar 2014.

Mál nr. 10: Askbr. Grímsnes-og Grafn. Seyðishólar - Kerbyggð

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að aðalskipulagsbreytingin verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillaga að deiliskipulagi sé hlut af kynningargögnum.

Mál nr. 11: Dskbr. Efri-Brú 2. áfangi

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til skipulagsfulltrúi hefur skoðað málið betur.

Mál nr. 12: Dskbr. Stangarlækur - færsla á byggingarreit

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulaginu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir aðliggjandi landeigenda.

 
Mál nr. 13: Hestur - brdsk, nýjar lóðir

Lögð fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. febrúar 2014 varðandi kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um að hafna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hests. Kröfu um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar var hafnað.

 
3.     Íþróttamiðstöðin Borg, stækkun á þreksal.
Fyrir liggur minnisblað frá Birgi Leó Ólafssyni, dagsett 22. febrúar 2014 um stækkun á þreksal í Íþróttamiðstöðinni á Borg. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hefja undirbúning að breytingum og að gert verði ráð fyrir framkvæmdarfé í fjárhagsáætlun ársins 2015.

 
4.     Fundarsamþykkt aðalfundar Kvenfélags Grímsneshrepps.
Fyrir liggur fundarsamþykkt aðalfundar Kvenfélags Grímsneshrepps um úrræðaleysi í þjónustu fyrir aldraða og sjúka. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur Kvenfélags Grímsneshrepps af biðlistum eftir öldrunarrými sem farið hefur mjög vaxandi á undanförnum misserum og telur sveitarstjórn brýnt að tekið verði á rekstrarvanda öldrunarstofnana í héraði.

 
5.       Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 27. mars n.k.
Fyrir liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 28. febrúar 2014 þar sem tilgreint er að  aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verði haldinn þann 27. mars 2014 og óskað eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara.

 
6.       Beiðni um styrk frá Hestamannafélögunum Trausta, Loga og Smára vegna Uppsveitadeildar.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Hestamannafélögunum Trausta, Loga og Smára vegna Uppsveitadeildar 2014. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 25.000.

 
7.       Erindi frá Magnúsi Hlyn Hreiðarssyni vegna Leyndardóma Suðurlands.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Hlyn Hreiðarssyni kynningarstjóra Leyndardóma Suðurlands, dagsettur 18. febrúar 2014 þar óskað er eftir að verði frítt í sund í Íþróttamiðstöðinni Borg helgarnar 29. og 30. mars og 5. og 6. apríl 2014 vegna verkefnisins „Leyndardómar Suðurlands“. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu.


8.       Beiðni um styrk frá Einstökum börnum, stuðningsfélagi, til úrbóta og uppbyggingar fyrir börn og ungmenni félagsins.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Einstökum börnum, stuðningsfélagi, til úrbóta og uppbyggingar fyrir börn og ungmenni félagsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
9.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Syðri – Brú, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Syðri – Brú, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
10.    Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Sólbakka 9, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Sólbakka 9, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
11.    Grafningur og Grímsnes, byggðasaga.
Fyrir liggur tilboð frá Bókaútgáfunni Hólum að fjárhæð kr. 2.500.000 í útgáfu bókarinnar Grafningur og Grímsnes, byggðasaga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að semja við útgefanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

 
12.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 276. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
13.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli (heildarlög, yfirstjórn og ábyrgð Alþingis), 217. mál.
Frumvarpið lagt fram. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mótmælir því að skipulagsvaldið verði tekið af sveitarfélögunum og leggst gegn samþykkt frumvarpsins.

 
14.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
15.    Annáll ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur annáll ársins 2013 frá ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur um störf sín á árinu 2013. Annállinn lagður fram til kynningar.

 
16.    Málefni hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur minnisblað frá Gunnari Þorgeirssyni þar sem fram koma samskipti sveitarfélagsins og Orkuveitu Reykjavíkur um mögulega tengingu við stofnæð hitaveitunar. Einnig liggur fyrir minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 4. mars 2014 um kostnað á lagningu hitaveitu í vestur hluta sveitarfélagsins. Gróf kostnaðaráætlun er að fjárhæð 75 millj.kr. Oddvita falið að ræða við umsækjendur.

 
17.    Uppbygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umræður voru um hvata til uppbyggingar íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í sveitarfélaginu. Gunnari Þorgeirssyni og Ingvari G. Ingvarssyni falið að leggja fram tillögu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

 
18.    Sala á eignum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að Borgarbraut 8 muni losna um mitt ár 2014. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi að auglýsa íbúðina til sölu.

 

  
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  477. stjórnarfundar 20.02 2014.
Markaðsstofa Suðurlands. Fundargerð stjórnarfundar 24.02 2014
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2014 þar sem stjórn UMFÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér
undurbúning og framkvæmd 20. Unglingalandsmót UMFÍ 2017.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2013 þar sem stjórn UMFÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undurbúning og framkvæmd 6. Landsmót UMFÍ 50+ árið 2016.
Kvenfélag Grímsneshrepps, ársreikningur 2013.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:05

Getum við bætt efni síðunnar?