Fara í efni

Sveitarstjórn

344. fundur 02. apríl 2014 kl. 09:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)     Umsögn vegna loðdýraræktar á Stærri-Bæ II.

 
1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. mars 2014.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. mars 2014 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)     69. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 21. mars 2014.

Mál nr. 6, 8, 9, 16, 17, 18 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 69. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 21. mars 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 6: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. febrúar til 20. mars 2014.

Mál nr. 8: LB_Vaðnes - Borgarhólsbraut 4

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir skiptingu lóðarinnar með vísun í 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er þetta með fyrirvara um að aðliggjandi landeigendur samþykki hnitsetta afmörkun lóðanna.

Mál nr. 9: Lóðamál_Mýrarkot - Grasgerði 9/Ekrugerði 4

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við breytingu á skráningu lóðarinnar enda er það gert til samræmis við deiliskipulag svæðisins.

Mál nr. 16: Askbr. Grímsnes- og Grafn.hr._Klausturhólar

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 17: Deiliskipulag Réttarland – Klausturhólum

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið óbreytt og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 18: Dskbr. Bjarnastaðir 1 - Tjarnholtsmýri 11

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur tillaga að heildarendurskoðun alls deiliskipulagssvæðisins.

Mál nr. 19: Dskbr. Ormsstaðir og Ártangi

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum lóða innan skipulagssvæðisins. Gunnar Þorgeirsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
b)    70. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 27. mars 2014.

Mál nr. 2, 13, 23, 24, 25 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 70. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 27. mars 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: 170907 Nesjar við Hestvík

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og telur að miða skuli við nýtingarhlutfall 0,03 og því sé hámarksbyggingarmagn á henni 114 ferm og því ekki svigrúm fyrir auknu byggingarmagni í samræmi við óskir umsækjanda,

Mál nr. 13: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 21. mars til 26. mars 2014.

Mál nr. 23: Askbr. Öndverðarnes - 14 ha frístundahúsasvæði

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga

Mál nr. 24: DSK Öndverðarnesi – Hlíðarhólsbraut

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið óbreytt og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 25: Dskbr. Kiðjaberg lóð 137

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 26: Villingavatn - Sandur, fjórar nýjar lóðir

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir auk viðbragða umsækjenda við fyrirliggjandi athugasemdum.

 
c)     Fundargerð 1. fundar Skóla- og velferðarnefndar Árnesþings, 11. febrúar 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 

 

d)    Fundargerð 2. fundar Skóla- og velferðarnefndar Árnesþings, 18. mars 2014.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið nr. 3, samræmdar reglur um félagslega liðveislu þá staðfestir sveitarstjórn reglurnar. Fundargerðin staðfest.

 
e)     Fundargerð 33. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. mars 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
3.     Tölvupóstur frá stjórn Rangárbakka ehf. vegna framhaldsaðalfundar Rangárbakka 2011 og aðalfundar 2012 þann 2. apríl n.k.
Fyrir liggur tölvupóstur frá stjórn Rangárbakka ehf. vegna framhaldsaðalfundar Rangárbakka 2011 og aðalfundar 2012 þann 2. apríl n.k. Samþykkt er að Birgir Leó Ólafsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.

 
4.     Greinargerð Hæstaréttarmáls nr. 82/2014, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Blikalóni ehf.
Fyrir liggur greinargerð Óskars Sigurðssonar hrl. til Hæstaréttar vegna máls nr. 82/2014, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Blikalóni ehf. Lagt fram til kynningar.

 
5.     Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Ásabraut 26, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Ásabraut 26, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
6.     Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Staðarhóli, Þerneyjarsundi 14, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Staðarhóli, Þerneyjarsundi 14, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
7.     Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
8.       Beiðni um styrk frá Sundsambandi Íslands vegna boðsundskeppni milli grunnskóla.
Fyrir liggur beiðni frá Sundsambandi Íslands um styrk að fjárhæð kr. 25.000 vegna boðsundskeppni milli grunnskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 


 
9.     Bréf frá Hveragerðisbæ er varðar sameiningu sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Hveragerðisbæ, dagsett 19. mars 2014 er varðar sameiningu sveitarfélaga. Bréfið lagt fram.

 
10.  Bréf frá Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga um ályktun stjórnar SASS um gjaldtöku á ferðamannastöðum.
Fyrir liggur bréf frá Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 26. mars 2014 um ályktun stjórnar SASS um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Erindið lagt fram.

 
11.  Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.
Fyrir liggur bréf frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra, dagsett 29. mars 2014 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 – 2040, kynning á vinnslustigi. Erindið lagt fram.

 
12.  Félagsmiðstöðin Borg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Félagsmiðstöðinni Borg styrk að fjárhæð kr. 30.000 til reksturs á félagsmiðstöðinni.

 
13.  Girðingar í sumarhúsahverfum.
Rætt var um ástands girðinga á ákveðnum sumarhúsasvæðum. Sveitarstjórn ítrekar að það er ekki á ábyrgð sveitarfélagsins að girða af einstök svæði. Landeigendum ber að fara að skipulagsskilmálum.

 
14.  Minnisblað um seyruhótel.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni um sameignlegt seyruhótel í Hrunamannahreppi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Berki Brynjarssyni að  vinna áfram að verkinu í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

 
15.  Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 23. apríl kl. 9:00.

 
16.  Umsögn vegna loðdýraræktunar á Stærri-Bæ II.
a)     Fyrir liggur ósk um umsögn vegna loðdýraræktunar á Stærri-Bæ II í Grímsnes- og Grafningshreppi frá Karli Þorkelssyni og Þorkeli Þorkelssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi til loðdýraræktunar að Stærri-Bæ II í húsnæði sem þegar er til staðar.

 

 

Til kynningar
ü  Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 155. stjórnarfundar 14.03 2014.
ü  Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 814. stjórnarfundar, 21.03 2014.
ü  Bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 12. mars 2014 vegna deiliskipulags í landi Villingavatns í Grímsnes- og Grafningshreppi.
ü  Skipulagsstofnun, samantekt af samráðsfundum um lýsingu Landskipulagsstefnu 2015-2026.
ü  Landmælingar Íslands. Ársskýrsla 2013.
ü  Eignarhaldsfélag Suðurlands hf., ársreikningur 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:35

Getum við bætt efni síðunnar?