Fara í efni

Sveitarstjórn

352. fundur 19. september 2014 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)     Skólaþing.
b)     Fundargerð 1. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS),   30. júní 2014.
c)     Fundargerð 2. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS),   4. september 2014.
d)     Bréf frá formanni fjárlaganefndar Alþingis vegna funda sveitarstjórna með nefndinni.

  
1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. september 2014. 
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. september 2014 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)     76. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 11. september 2014.

Mál nr. 4, 10 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 76. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 11. september 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 4: Ásgarður_Sala á sumarhúsalóðum
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og staðfestir bókun nefndarinnar.

Mál nr. 10: DSK Lambhagi - Ölfusvatn
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða / með þremur atkvæðum að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að afmarkaðir verði byggingarreitir sambærilegir byggingarreitir á öllum 6 lóðum innan skipulagssvæðisins. Á auglýsingartíma skal leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar Íslands.

Mál nr. 14: Landsskipulagsstefna 2015-2016
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og staðfestir bókun nefndarinnar.

b)    Fundargerð 20. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 11. september 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

c)     Fundargerð 12. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. ágúst 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

d)    Fundargerð 1. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. september 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

e)     Fundargerð 7. fundar stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi, 13. júní 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)      Fundargerð 8. fundar stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi, 3. september 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.   Tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja endurskoðaðar reglur um tómstundastyrki sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur og að styrkurinn verði 15.000 kr. hvora önn.

4.   Bréf frá Erni Erlendssyni um dvalar- og hjúkrunarheimili í uppsveitum Árnessýslu.
Fyrir liggur bréf frá Erni Erlendssyni, dagsett 29. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir að sveitarstjórnir í uppsveitum kanni hug íbúa til dvalar- og hjúkrunarrýma í uppsveitum Árnessýslu og geri sér grein fyrir þörf og rekstrargrundvelli slíkrar stofnunar. Bréfið lagt fram til kynningar.

5.   Bréf frá Sókn Lögmannsstofu um innheimtuþjónustu og almenna ráðgjöf.
Fyrir liggur bréf frá Sókn Lögmannsstofu, dagsett 2. september 2014 þar sem óskað er eftir að lögmannsstofan fái að gera sveitarfélaginu tilboð í innheimtuþjónustu og almenna ráðgjöf. Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem samningur við Motus / Lögheimtuna er í gildi og að auki er sveitarfélagið með lögmann sem sinnir málum þess.

  
6.       Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna nýrrar reglugerðar um starfsemi slökkviliða hjá Mannvirkjastofnun.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dagsett 1. september 2014 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagssins á drögum að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða hjá Mannvirkjastofnun. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin.

 
7.       Bréf frá Markúsi Guðmundssyni, framkvæmdarstjóra Sendils is Unimaze ehf. vegna bréfa sem send voru í nafni sveitarfélaga og varða miðlun og móttöku rafræna reikninga.
Fyrir liggur bréf frá Markúsi Guðmundssyni framkvæmdarstjóra Sendils is Unimaze ehf., dagsett 8. september 2014 vegna bréfa sem send hafa verið í nafni sveitarfélaga og varða miðlun og móttöku rafræna reikninga. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
8.   Tölvupóstur frá Kára Jónssyni þar sem óskað er eftir bundnu slitlagi heim að Hlíð.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Kára Jónssyni, dags. 3. september 2014 þar sem óskað er eftir að lagt verði bundið slitlag á heimreiðina að Hlíð, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn vísar erindinu til samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps


9.       Önnur mál.

a)     Skólaþing.
Fyrir liggur ósk fræðslunefndar um að leita tilboða hjá ráðgjafarfyrirtækjum til að halda utan um fyrirhugað skólaþing/íbúaþing. Sveitarstjóra falið að leita tilboða.

b)    Fundargerð 1. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS),   30. júní 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

c)     Fundargerð 2. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS),   4. september 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

d)    Bréf frá formanni fjárlaganefndar Alþingis vegna funda sveitarstjórna með nefndinni.
Fyrir liggur bréf frá Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar Alþingis, dagsett 16. september 2014 vegna funda sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2014. Sveitarstjóra falið að bóka fundartíma.

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  483. stjórnarfundar, 10.09 2014.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 158. stjórnarfundar 29.08 2014.
Tölvupóstur frá Samtökum ungra bænda, dags. 4. september 2014 vegna ályktunar um varðveislu landbúnaðarlands.
Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 9. september 2014, um reglubundna rannsókn á högum barna og ungmenna ásamt skýrslunni „Ungt fólk 2013 –
framhaldsskólar“.
-liggur frammi á fundinum-.

 

                                        

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?