Fara í efni

Sveitarstjórn

354. fundur 15. október 2014 kl. 09:00 - 11:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. október 2014.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. september 2014 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)     77. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 29. september 2014.

Mál nr. 5, 7, 15, 16, 17 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 77. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 29. september 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 5: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. ágúst til 29. september 2014.

Mál nr. 7: LB_Hæðarendi lnr. 168254 - ný lóð undir spennistöð
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar og byggingar spennistöðvar með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir eigendum aðliggjandi lóðar (lnr. 168825).

Mál nr. 15: Dsk Sólheimar - endurskoðað deiliskipulag
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og gerir athugasemdir við byggingarskilmála. Skipulagsfulltrúa falið að vera í sambandi við skipulagshönnuð um framhald málsins. Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 16: Dskbr. Norðurkot - Neðan-Sogsvegar 45
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða að breyta deiliskipulagi svæðisins á þann veg að lóð nr. 45 verði skipt í tvo hluta og að afmarkaður verði byggingarreitur 10 m frá lóðarmörkum og 50 m frá á. Ekki er talin þörf á breytingu á skilmálum svæðisins.

Mál nr. 17: Kringla 2-Breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en eiganda lóðanna.

Mál nr. 18: Kæra_Miðengi - Víðilundur
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða að fela Tæknisviði Uppsveita að mæla, setja út og merkja hnitpunkta nr. 1 og nr. 13 sem fram koma á uppdrætti sem fylgdi þinglýstu samkomulagi um skiptingu lóðanna Víðilundur og Sunnuhvoll. Þegar það hefur verið gert verði eiganda Víðilundar falið að fjarlægja þann hluta vegarins sem fer inn á land Sunnuhvols, ef slíkt er um að ræða.

b)    Fundargerð 36. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. maí 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

c)     Fundargerð 11. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. september 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

d)    Fundargerð 3. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs.,11. apríl 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)     Fundargerð 4. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 2. júlí 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)      Fundargerð 7. fundar fagráðs Brunavarna Árnessýslu, 6. október 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


3.   Nesjavellir, framkvæmdarleyfi.
Lagt fram að nýju erindi Orku Náttúrunnar dags. 03.07.14 þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi fyri borun á tveimur til þremur niðurrennslisholum á Nesjavöllum. Framkvæmdin samræmist deiliskipulagi svæðisins þar sem borholurnar verða innan svæðis sem skilgreint hefur verið fyrir viðbótar niðurrennslisholur. Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þar sem ekki er gerð athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslisholum í samræmi við fyrirliggjandi erindi en tekur jafnframt undir ábendingar Umhverfisstofnunar um að leita þurfi leiða til að nýta betur kælivatn sem fellur til við rekstur virkjunarinnar að sumarlagi.


4.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Ásabraut 35 og 40, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Ásabraut 35 og 40, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.


5.   Beiðni um styrk frá Styrktarsjóði Sólheima.
Fyrir liggur beiðni Styrktarsjóðs Sólheima um styrk vegna endurbyggingar á Sólheimahúsi. Sveitarstjórn hafnar erindinu. Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.


6.   Erindi frá Mikael Jónssyni vegna Discount around Iceland afsláttarkortsins.
Fyrir liggur bréf frá Mikael Jónssyni þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í afsláttarkortunum „Discount around Iceland (DAI)“. Kortin eru hugsuð sem kjarabót fyrir ferðamenn um allt land, innlenda sem erlenda. Sveitarstjórn hafnar erindinu.


7.      
Bréf frá formanni sumarhúsaeigenda í Kerhrauni um aðkallandi úrbætur á köldu vatni í Kerhrauni.
Fyrir liggur bréf frá formanni sumarhúsaeigenda í  Kerhrauni, dagsett 3. október 2014  þar sem óskað er eftir lagfæringu á langvinnum vatnsskorti innan Kerhraunssvæðisins. Sveitarstjórn vísar málinu til Tæknisviðs Uppsveita.

 
8.       Ferðamálaráð Uppsveita.
Fyrir liggur minnisblað frá fundi með ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu, dagsett 15. september 2014 þar sem farið var yfir helstu framkvæmdir aðila í ferðamálum, fjallað um merkingar, Matarsmiðjuna, viðburði, ferðamálaráð Uppsveita og úttekt með atvinnuráðgjöfum SASS. Gunnar Þorgeirsson, oddviti kynnti hugmyndir að stofna Ferðamálaráð Uppsveita sem m.a. hefur þann tilgang að vera ferðamálafulltrúa Uppsveita til stuðnings. Sveitarstjórn samþykkir að skipa Ásu Valdísi Árnadóttur sem aðalmann í Ferðamálaráð Uppsveita og Karl Þorkelsson til vara.


9.       Minnisblað um kostnað vegna skólaþings.
Fyrir liggur minnisblað frá Capacent, dagsett 13. október 2014 vegna fyrirhugaðs skólaþings ásamt tilboði. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Capacent og felur fræðslunefnd að útfæra skólaþingið í samstarfi við ráðgjafa Capacent og sveitarstjóra.

 
10.    Hraunbraut 2a, lóð undir spennistöð.
Á fundi sveitarstjórnar þann 20. ágúst s.l. var afgreiðslu málsins frestað og sveitarstjóra falið að ræða við hagsmunaaðila. Nú liggur fyrir ný staðsetning á spennistöðinni sem hagsmunaaðilar eru sáttir við og samþykkir sveitarstjórn samhljóða fyrirliggjandi staðsetningu.

 
11.    Skipun í svæðisskipulag Uppsveita.
Gunnar Þorgeirsson, oddviti fór yfir þá hugmynd að skipuð yrði svæðisskipulagsnefnd fyrir Uppsveitir Árnessýslu og Flóa með það að markmiði að gera sameiginlegt svæðisskipulag fyrir svæðið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða / með þremur atkvæðum að taka þátt í svæðisskipulagsnefnd fyrir Uppsveitir Árnessýslu og Flóa. Fulltrúar sveitarfélagsins verða Hörður Óli Guðmundsson og Guðmundur Ármann Pétursson  sem aðalmenn og Ingibjörg Harðardóttir  og Sigrún Jóna Jónsdóttir til vara.


12.   
Samþykktir byggðarsamlags vegna málefna fatlaðra á Suðurlandi.
Erindinu frestað.

 
13.    Sorpmál.
Hörður Óli Guðmundsson, varaoddviti fór yfir umfang sorpmagns á árinu sem fellur til í sveitarfélaginu og aukna flokkun. Fyrirhugað er að hirða heimilisplast sérstaklega samhliða öðru sorpi. Verkefnið verður kynnt sérstaklega. Sveitarstjórn beinir því til umhverfisnefndar að koma með tillögu að flokkun sorps í sumarhúsahverfum.

 
14.    Fulltrúi í Skipulags- og byggarnefnd.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Hörður Óli Guðmundsson, varaoddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundi Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita þann 16. október 2014.

 

 Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 159. stjórnarfundar 26.09 2014.
SASS.  Fundargerð  485. stjórnarfundar, 03.10 2014.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 819. stjórnarfundar, 24.09 2014.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 820. stjórnarfundar, 08.10 2014.
Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dagsett 6. október 2014, um ályktun á aðalfundi félagsins dagana 15. – 17. ágúst s.l.
Bréf frá Félagi tónlistarkennara, dagsett 9. október 2014, um ályktun á samstöðufundi þann 7. október s.l.
Bréf frá Félagi tónlistarkennara, dagsett 9. október 2014, vegna ályktunar sex svæðisþinga tónlistarskóla dagana 12. – 19. september s.l.
Bréf frá Tónskóla Sigursveins, dagsett 8. október 2014, vegna málþings um stöðu tónlistarmenntunar þann 17. október n.k.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, ársskýrsla 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
SÍBS blaðið, 3. tbl. 30. árg. 2014.
-liggur frammi á fundinum-.

                                        

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:10

Getum við bætt efni síðunnar?