Fara í efni

Sveitarstjórn

358. fundur 03. desember 2014 kl. 09:00 - 11:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. nóvember 2014.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. nóvember 2014 liggur frammi á fundinum.


2.     Fundargerðir.

a)     80. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 20. nóvember 2014.

Mál nr. 2, 5, 8, 10, 11 og 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 80. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 20. nóvember 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Nesjavallavirkjun, framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslisholu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir. Jafnframt beinir sveitarstjórn því til Orku náttúrunnar að umfram vatni verði fargað með öðrum hætti en á vatnsverndarsvæði Þingvallavatns.

Mál nr. 5: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. nóvember til 19. nóvember 2014.

Mál nr. 8: Villingavatn 1 og 2
            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að á lóðablaði komi fram kvöð um aðkomu um lóðina Villingavatn 1 lnr. 221260.

Mál nr. 10: Finnheiðarvegur 17E
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og felur byggingarfulltrúa afgreiðslu málsins.

Mál nr. 11: Villingavatn
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að senda ábúenda bréf um að ekki sé leyfi fyrir núverandi mannvirki.

Mál nr. 13: Kæra til ÚUA_Dskbr. Ásgarður - Skógarholt og Vesturbrúnir
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og vísar kærunni frá þar sem hún barst of seint.

b)    Fundargerð 7. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 18. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)     Fundargerð 6. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. október 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)    Fundargerð 7. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 27. október 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)     Fundargerð 8. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)      Fundargerð 10. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)     Fundargerð oddvitafundar Laugaráslæknishéraðs, 20. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

h)    Fundargerð 1. fundar Ferðamálaráðs uppsveitanna, 25. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


3.   Drög að fjárhagsáætlun 2015-2018.
Lögð fram að nýju drög að fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjár­hags­árið 2015 og fyrir árin 2016, 2017 og 2018 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Endanlegri staðfestingu frestað til næsta fundar.

 
4.   Námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Akraneskaupstað um námsvist fyrir Ingva Þór Albertsson utan lögheimilissveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir námsvistina og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

 

 
5.   Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla að fjárhæð kr. 70.000 vegna jólaballs þann 19. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 

6.  
Viðauki við samning um endurskoðun fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.
Fyrir liggur viðauki við samning PricewaterhouseCoopers og Grímsnes- og Grafningshrepps um endurskoðun sveitarfélagsins sem rann út þann 17. nóvember s.l. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann og felur oddvita að skrifa undir samninginn.

 
7.   Hæstaréttardómur nr. 82/2014, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Blikalóni ehf.
Fyrir liggur dómur Hæstaréttar frá 6. nóvember s.l. í máli nr. 82/2014, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Blikalóni ehf. þar sem kaupsamningi er rift sem gerður var í október 2007 um lóðir nr. 36 og 38 í Ásborgum. Grímsnes- og Grafningshreppi er gert að endurgreiða Blikalóni ehf. lóðirnar og annan kostnað að fjárhæð kr. 12.526.044 auk vaxta að fjárhæð kr. 2.618.575. Til viðbótar er Grímsnes- og Grafningshreppi gert að greiða málskostnað og dráttarvexti að fjárhæð kr. 1.916.477, heildarkostnaður dómsins er kr. 17.061.096.

 
8.   Samstarfssamningur um Frumkvöðlasetur SASS og NMÍ.
Fyrir liggur samstarfssamningur milli Samtaka sunnleskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Lagt fram til kynningar.

 
9.       Bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun vegna leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES.+
Fyrir liggur bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun, dagsett 20. nóvember 2014 vegna leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES. Lagt fram til kynningar.

 
10.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót), 35. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
11.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 55. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
12.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
13.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl. (færsla frídaga að helgum), 258. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
14.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
15.    Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018.
Fyrir liggur stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018. Lagt fram til kynningar.

 

 
Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 822. stjórnarfundar, 21.11 2014.
Samtök orkusveitarfélaga. Fundargerð 17. stjórnarfundar, 10.10 2014.
Samtök orkusveitarfélaga. Fundargerð 18. stjórnarfundar, 26.11 2014.
Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 24. nóvember 2014 vegna breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðnings við innleiðingu hennar.
Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 25. nóvember 2014 um styrk vegna námsupplýsingakerfis.
Börn með krabbamein, 2. tbl. 20. árg. 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
Málfríður tímarit samtaka tungumálakennara, 1. tbl. 30. árg. 2014.*
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:05

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?