Fara í efni

Sveitarstjórn

360. fundur 21. janúar 2015 kl. 09:00 - 11:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. desember 2014.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. desember 2014 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)     82. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 8. janúar 2015.

Mál nr. 1, 2 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 82. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 8. janúar 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Landsskiplagsstefna - 1501017
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 2: Þrastahólar 2-10: Búrfell: Deiliskipulagsbreyting – 1501016
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að málið verði sett upp sem breyting á deiliskipulagi. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna það fyrir eigendum þeirra lóða sem breytast.

Mál nr. 3: Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting - 1501013
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytingartillöguna fyrir öllum lóðarhöfum á svæðinu.

b)    Fundargerð 41. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 15. janúar 2015.

Mál nr. 2 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið nr. 2, sumaropnun leikskóladeildar þar sem fræðslunefnd leggur til að leikskólinn verði lokaður vegna sumarleyfa frá 1. júlí og 5 vikur þar á eftir og að þetta sumarleyfi verði til frambúðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu fræðslunefndar.

Varðandi lið nr. 3, kynning á tveimur bréfi til fræðslunefndar þar sem sveitarfélög eru hvött til að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða  að fræðslunefnd vinni grunn að slíkri stefnu

c)     Fundargerð 13. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 15. desember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)    Fundargerð 21. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 19. desember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)     Fundargerð 8. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 13. janúar 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.   Sparidagar á Hótel Örk 2015.
Fyrir liggja upplýsingar frá Hótel Örk um sparidaga eldri borgara. Grímsnes- og Grafningshrepp hefur verið úthlutað vikunni 1. – 6.  mars 2015 og samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri á sparidagana.

 
4.       Tölvupóstur frá skáksambandi Íslands og Skákakademíunni um Skákdag Íslands þann 26. janúar n.k.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Skáksambandi Íslands og Skákakademíunni, dagsettur 13. janúar 2015, þar sem sagt er frá Skákdegi Íslands þann 26. janúar n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fenginn verði skákmeistari í heimsókn þar sem farið verði yfir undirstöðuatriði og teflir fjöltefli. Kostnaður við slíka heimsókn er 30 – 35 þúsund.

 
5.       Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Nýjabæ, Álfasteinssundi 22, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 15. janúar 2015  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Nýjabæ, Álfasteinssundi 22, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.


6.       Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Lækjarbrekku 5, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 12. janúar 2015  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Lækjarbrekku 5, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út. 

 
7.       Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Tjarnarvík, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 12. janúar 2015 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Tjarnarvík, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram.

 

8.   Beiðni Stígamóta um fjárstyrk fyrir árið 2015.
Fyrir liggur bréf frá Stígamótum, dagsett 10. desember 2014  um fjárstyrk til reksturs samtakanna á árinu 2015.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
9.       Bréf frá framkvæmdarstjóra Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skipi sérstakan tengilið við stofnunina.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra Markaðsstofu Suðurlands, dagsett 15. desember 2014 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skipi sérstakan tengilið við stofnunina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir verði tengiliður sveitarfélagsins.

 
10.    Bréf frá Minjastofnun vegna umsagnar stofnunarinnar við lýsingu á skipulagsverkefni vegna breytingar á deiliskipulagi í landi Kiðjabergs, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Minjastofnun / Minjaverði Suðurlands vegna umsagnarbeiðni deiliskipulags í landi Kiðjabergs, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Skipulagsstofnun um lýsingu vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 30. desember 2014 ásamt lýsingu á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 vegna skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli, Borgarbyggð. Lagt fram til kynningar.

 
12.    Bréf frá Landsneti um matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2015-2024 og gagnaöflunar.
Fyrir liggur bréf frá Landsneti ásamt matslýsingu vegna kerfisáætlunar Landsnets 2015 – 2024. Lagt fram til kynningar.

 
13.    Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna auglýsingar um tillögu að nýju svæðisskipulagi – Höfuðborgarsvæðið 2040.
Fyrir liggur bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 12. desember 2014 ásamt tillögu til auglýsingar að nýju svæðisskipulagi – Höfuðborgarsvæðið 2040. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps vill benda á að gera mætti betur grein fyrir loftgæðamælingum í kafla 4 þar sem gert er grein fyrir vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins og hvernig verði brugðist við, m.t.t. virkjana Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum og Hellisheiði.

 

14.    Bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna tillögu að Landskipulagsstefnu 2015 – 2026.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 19. desember 2014 ásamt tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026, til kynningar. Kynningarfundur verður haldinn í Hótel Selfoss, miðvikudaginn 28. janúar n.k. milli kl. 15-17. Málinu frestað til næsta fundar.

 
15.    Hækkun á yfirdráttarheimild.
Fyrir liggur tillaga frá sveitarstjóra að yfirdráttarheimild á bankareikning sveitarfélagsins verði hækkuð um 60 milljónir króna til 15. maí n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir þessari hækkun hjá viðskiptabanka sínum.

 
16.    Grafningur og Grímsnes, byggðasaga.
Í ljós hefur komið eftir útgáfu bókarinnar að ekki er allra núverandi íbúa sveitarfélagsins getið.  Sveitarstjórn harmar að svo er.  Herði Óla er falið að sjá til þess að bókin verði leiðrétt og gefin út á ný.

 
17.    One system – málakerfi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tekið verði upp mála-, skjala- og fundargerðarkerfi frá One System.

  

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 161. stjórnarfundar 12.12 2014.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 823. stjórnarfundar, 12.12 2014.
Samtök orkusveitarfélaga. Fundargerð 19. stjórnarfundar, 12.01 2015.
Bréf frá Ungmennaráði UMFÍ, dagsett 18. desember 2014 þar sem vakin er athygli á ráðstefnunni „Ungt fólk og lýðræði 2015“, dagana 25. – 27. mars n.k.
Hjálparsveitin Tintron, ársreikningur 2013.
Ungmennafélagið Hvöt, ársreikningur 2013.
Íþróttafélagið Gnýr, ársskýrsla 2013.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:35

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?