Fara í efni

Sveitarstjórn

364. fundur 18. mars 2015 kl. 09:00 - 11:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. mars 2015.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. mars 2015 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)     Fundargerð 4. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. mars 2015.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 4. fundargerð veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. mars 2015 ásamt minnisblaði Tæknisviðs Uppsveita.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Kiðjaberg/Hestur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að farið verið í lagningu á hitaveitu að Kiðjabergi og Hesti að því gefnu að 130 notendur greiði stofngjald fyrir lok maí n.k. Einnig greiði notendur þriggja ára notkun fyrir 15. mars 2016. Miðað er  við að framkvæmdum ljúki eigi síðar en í árslok 2016. Ekki er gert ráð fyrir að sveitarfélagið leggi til fjármuni í framkvæmdina á árinu 2015 en gert hefur verið ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun ársins 2016.

b)    Fundargerð 43. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. mars 2015.

Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 43. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. mars 2015.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 4: Skýrsla Capacent.
Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði, Harðar Óla, að Kerhólsskóli verði heildstæður skóli upp í 10. bekk.

Hörður Óli Guðmundsson bókar eftirfarandi:

Samstarf í skólahaldi hefur gengið vel hingað til og er það miður ef ekki verður slíkt áfram. Helst eru  það tengsl  nemenda og foreldra sem rofna við þessa breytingu.  Félags- og tómstundastarf unglinganna kemur því til með að breytast , breidd valgreina hverfur alveg, hópar minnka mikið og tengsl  við nágranna samfélög rofna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þessi breyting taki gildi haustið 2015 þ.e. að núverandi 8. bekkur klári sína skólagöngu í Kerhólsskóla. Núverandi 9. bekkur klári sína skólagöngu í Bláskógaskóla.

 
Sveitarstjórn leggur áherslu á að huga sérstaklega að félagsstarfi samhliða þessari breytingu og beinir því til fræðslu- og æskulýðs- og menningarmálanefndar að koma með tillögur til sveitarstjórnar um fjölbreyttar leiðir til eflingar félagsstarfs barna og unglinga í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að horfa til skýrslu Capacent sem var unnin upp úr skólaþinginu og huga sérstaklega að tengslum og samvinnu við nágrannasveitarfélög.

 
3.       Annáll ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur annáll ársins 2014 frá ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur um störf sín á árinu 2014. Annállinn lagður fram til kynningar.

 
4.       Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats Neðan-Sogsvegar 45, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 9. mars 2015 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats Neðan-Sogsvegar 45, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram.

 
5.       Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Öndverðarnesi 2 lóð 170143, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 10. mars 2015 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats í Öndverðarnesi 2 lóð 170143, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram.

 
6.       Beiðni um styrk frá nemendum í þýskuáfanga á þriðja ári Menntaskólans á Laugarvatni vegna ferðar þeirra til Þýskalands.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Birgittu Kristínu Bjarnadóttur, dagsettur 14. mars 2015 þar sem óskað er eftir styrk til nemenda í þýskuáfanga á þriðja ári ML vegna ferðar þeirra til Þýskalands næsta haust. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 
7.       Bréf frá Skipulagsstofnun vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 4. mars 2014 ásamt tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 vegna skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli, Borgarbyggð. Lagt fram til kynningar.

 

 
8.       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXIX. landsþing Sambandsins.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. mars 2015 þar sem tilkynnt er að XXIX. landsþing Sambandsins verði haldið þann 17. apríl n.k. í Salnum í Kópavogi. Lagt fram til kynningar.

 
9.       Bréf frá Guðmundi Á. Péturssyni, framkvæmdastjóra Sólheima þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið sjái um rekstur götulýsingar á Sólheimum.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðmundi Á. Péturssyni, framkvæmdastjóra Sólheima, dagsettur 16. mars 2015 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki yfir rekstur / greiði götulýsingu í byggðahverfinu Sólheimum á grundvelli samræmis milli byggðakjarna í sveitarfélaginu.

Að sveitarfélagið greiði götulýsingu að Sólheimum er ekki til samræmis við aðra byggðakjarna í sveitarfélaginu þar sem byggðakjarninn á Borg og í Ásborgum er í eigu sveitarfélagsins og þar eru greidd gatnagerðargjöld, lóðarleiga/kaupverð ofl. til sveitafélagsins. Sólheimar eru í einkaeigu og sveitarfélagið því hvorki skipulagt þann byggðakjarna né fengið tekjur af lóðarleigu, kaupverði eða gatnagerðargjöldum. Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi beiðni.

Guðmundur Ármann Pétursson vék sæti við afgreiðslu málsins.

 

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  23. stjórnarfundar 02.03 2015.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 826. stjórnarfundar, 27.02 2015.
Bréf frá Minjastofnun, dagsett 26. febrúar 2015 vegna umsagnar stofnunarinnar við lýsingu á skipulagsverkefni vegna breytingar á deiliskipulagi í landi Ölfusvatns, Grímsnes- og Grafningshreppi.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:25

 

 

 

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?